Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 95
EG ER AÐ BLAÐA I BOK Hliðskjálfar, þaðan sem sér um veröld alla; heimur vor og öld blasir við í allri sinni nöktu smán og grimmd; og þó lýkur ljóðinu með háleitum sigur- söng. Svo stórbrotið er það í sínum tæra einfaldleik. Enn er það hugrökk bjartsýni skáldsins sem lyftir ljóðinu svo hátt að lokum, að sér inní nýjan dag, þar sem líf og fegurð hefur sigrað hatur og tortímingu, þar sem daggstirnd blóm vorsins breiðast urn hin dauðu torg gálganna. Dagur gróanda vors með birlu og blóm er tákn þess er koma skal, þess friðar og hamingju sem hugur skáldsins sér rísa uppaf menningarrústum líðandi stundar. Kvæðið er lof- söngur til alls þess sem bezt og fegurst grær í mannlegu lífi. Og sem slíkt er það vissulega svo fullkomið, að þarflaust er lengra að leita. En einsog svo mörg kvæði þessa skálds, vekur það þó fljótt grunsemdir um að ekki sé það allt þar sem það er séð í fljótu bragði. Mér dettur í hug hinn fagri forleikur Bachs, þar sem leynist melódían í Ave Maria Gounods. Ég lít yfir ljóðið að nýju og fer að stikla á nokkrum orðum þess: María — byrgið — stjarnan — dagur í jötu — hirðarnir góðu — dagurinn rís úr helfölri kyrrð — þar sem gálgarnir stóðu. Og nú fæ ég ekki varizt því, að sjálf guðspjöll jóla og páska líða um hugann í öllum sínum fögnuði; sjálft fagnaðarerindi hins hreina kristindóms stígur uppaf ljóðinu einsog ilmur af blómi. Ekki fær það dulizt, að Ijóðsmekk- ur Snorra er sprottinn uppaf íslenzkri braghefð, en hefur þroskazt undir holl- um erlendum áhrifum fram lil fulls öryggis hins sjálfstæða og frumlega lista- manns. Hin sérkennilega fagra hrynjandi í brag Snorra getur stundum minnt jöfnum höndum á hljóðfall Eddukvæða eða kviðuháttar Egils á Borg og brag enskra nútíma-snillinga, þó ekki sé beinlínis líku saman að jafna, þetta fas ljóðmálsins sem fylgir fast eftir hverju blæbrigði hugsunariunar og frelsar ljóðið undan einhæfum og þreytandi vanaklið bragliðanna, en virðir þó til hlítar þær grundvallarkröfur sem íslenzkt brageyra gerir til bundins máls: og fagnið því kyrrðin er fleyg. Senn flýr nóttin og hverfist í grátt útfall sem gnýr þungt um garðinn sem áður var. Þessar ljóðlínur hafa að vísu býsna kynlegt hljóðfall; en þó eru þær engan- veginn svo óreglulegar um form sem virzt gæti í fljótu bragði.'Allar eru þær jafn langar og jafn þungar, nema hvað í þeirri þriðju er ein aukaáherzla; og 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.