Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 99
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK
Jiar gróa fjólur, murur, klukkublóm
við sólrautt grjót í sumargrænni hlíð.
Og voldug rök tengja land og þjóð óroíaböndum. Þar sem Rauðir gígar og
grár sandur grúfa yfir grasleysu, og
sviplegir drangar teygja liarðsnúnar hendur
í lieitri storknaðri grimmd yfir fellda bráð.
Þar líður fram lind úr djúpum leyningum, gjálfrar á steinum, hjalar um tún og
hreiður og sef, kveður við börn sem fleyta laufgrænum kænurn, meðan
Tindar bláir og skærir við skýarof
skyggnast úr kyrrð og heiði máttugra tíva
um landið fagra sem loganna brim gróf,
landið þitt og hið ókunna land blómgaðra fræva.
Sú kynjamynd af landinu, sem hér blasir við bláunt tindum, sameinar í eina
sjónhendingu fortíð, nútíð og framtíð, hún er mynd fjögurra vídda, mörkuð
af tímanum sem hinni fjórðu vídd. í heiðríkju máttugra guða er staðfastur
svipur tindanna mótaður af slíkri sjón, útsýn yfir allt í senn: það Island forlíð-
ar sem logandi hraunflaumar huldu um eilífð, það ísland nútímans sem okkur
er fyrir trúað, og það land sem erfast skal af ósprottnum gróðri frónskrar
moldar og menningar. Þetta allt í senn, landið, þjóðin, sagan, þetta er ísland.
Og hamingjan í sambúð manns og moldar er engin stundarhrifning; hún er
signuð af þeirri eilífu ást sem í árdaga spann taugina römmu.
Það varðar ís-
lendinginn sáluhjálp að skynja samfélagið við íslenzka náttúru í sínu eigin
lífi. En hann lætur ekki hrekjast á náðir öræfakyrrðar á kveifarlegum lífsflótta
eða af rómantískum hégómaskap. Ósjálfrátt leita ég uppi kvæðið / Eyvindar-
kojaveri. Ég veit að þar er kvæði sem ég á eftir að kynnast betur; og ég hygg
gott til þeirra kynna; ég hlakka til að sjá ljóðið rísa æ hærra við hvern lestur,
sjá form þess glöggvast, horfa á líkinga-myndlist þess skýrast og finna merk-
ingu þess dýpka; enn hef ég aðeins kynnzt kvæðinu nægilega mikið til að eiga
þetta vist, líkt og mér hefur áður farið um önnur mestu og fegurstu kvæði
þessa skálds, einsog / Úlfdölum og / garðinum. Jú þarna er kvæðið:
fellið sem brann og glóði
í hrammi jökulsins kulnar í kvöldblámans þró.
89