Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 103
TÍU ÁRA KALT STRÍÐ
rctt dýranna. — f tíu ár licfur vestræn,
kristin menning liáð kalt stríð til þcss að'
kýrnar í Bandaríkjunum mættu fá að
drekka mjólkina úr sjálfum sér. Til þessa
veizlufagnaðar í bandarískum f jósum hefur
guðs eigið land eytt á fimm fyrstu árunum
eftir heimsstyrjöldina 100 milljörðum doll-
ara í lán, gjafir og vígbúnað, sprengt vetn-
issprengjur, sviðið hálfan Kóreuskagann,
byggt flugvelli á hverju kríuskeri hnattar-
ins. Já, mér er spurn: hvar væri mannkynið
statt, ef ekki væri þessi fnrðulega hringrás
mjólkurinnar í Bandaríkjunum?
En nú skulum við kveðja kýrnar um
stund og athuga nánar athafnir og hug-
myndir þessara dýravina sem lagt hafa á sig
svo mikið erfiði við að vernda og útbreiða
meginreglur hins ameríska hagkerfis.
Trúboðar og víkingar
Þegar heimsstyrjöldinni lauk mátti sjá
þess ýmis merki, að Bandaríkin ætluðu sér
ekki lítinn hlut í þessum heimi. Þau urðu
gripin einhverjum trúboðatryllingi, blaða-
menn, atvinnurekendur og stjórnmálamenn
Bandarfkjanna fóru út á meðal allra þjóða
og skírðu þær f nafni dollarans, frjálsa
framtaksins og lýðræðisins af amerískri
gerð. Þessir hávaðasömu og ærslafengu trú-
boðar amerískra lífshátta fóru um allar
jarðir og buðust til að bjarga tímanlegri
og eilífri velferð manna, ríkra og snauðra,
alla vildu þeir lækna, einnig þá, sem
kenndu sér einskis meins, og ef ekki vildi
betur buðust þeir til að fóðra kýrnar þeirra
á þurrmjólk. Þessir athafnasömu menn,
sem leyst höfðu svo vel af hendi vandamál
sjálfra sín í skemmu og fjósi, töldu sig hafa
fengið þá köllun að stjóma heiminum —
minna mátti ekki gagn gera. Bandaríska
stórblaðið New York Times boðaði hið
ameríska fagnaðarerindi, 23. marz 1947, á
þessa leið: „Vandamálið er í því fólgið, að
stjórn okkar á heiminum sé svo vel af hendi
leyst, að upp frá þessu verði enginn vafi á
því, að lýðræði og frjálst framtak sé sú
bezta lífshraut, sem Iiægt sé að bjóða al-
menningi í heiminum" Um líkt leyti flutti
einn af auðjöfram Standard Oil-félagsins
boðskapinn með þessum orðum: „Það er
skylda vor að hafa á hendi leiðsögu í vanda-
málum heimsins — pólitískum, félagslegum
og atvinnulegum, og vér verðum að rækja
þessa skyldu í fyllsta skilningi þess orðs.
Vér erum mesti framleiðandi í heimi, gjöf-
ulasta auðsuppsprettan ... og þess vegna
verðum vér að ákveða hraðann sjálfir, og í
þessu fyrirtæki, sem kunnugt er undir nafn-
inu heimur, verðum vér að taka á oss ábyrgð
þess hluthafa, sem hefur meirihluta verð-
bréfanna í hendinni ... Og þessi skylda er
oss ekki lögð á herðar um stundarsakir.
Þetta er skylda, sem vér megum aldrei
velta af oss.“ Truman, fyrrum forseti, dró
þá ekki heldur úr hlutverki Bandaríkjanna:
„Ifeimurinn bíður eftir leiðsögn vorri.“ ...
„Þjóðir jarðarinnar vænta af Bandaríkjun-
um góðvildar, styrks og viturlegrar forustu."
... „Bandarikjaþjóðin mun gegna forustu-
hlutverki í rás viðburðanna" o. s. frv. o. s.
frv.
Þótt þessi boðskapur sé túlkaður með
ýmsum hætti, þá er efni hans allt af sömu
gerð: heimsdrottnun Bandnríkjcmna. Heim-
urinn er bara hlutafélag, Bandaríkin eru
stærsti hluthafinn og samkvæmt öllum regl-
um á hann ekki aðeins að hirða arðinn af
verðbréfum sfnum, heldur einnig að stjórna
rekstri og stefnu félagsins — allt annað er
óamerískt og varðar við lög.
Það er gamall sannleikur, jafngamall
víking á höfum úti, að kóngur vill sigla, en
byr hlýtur ráða. Bandaríska gnoðin er að
vísu frítt skip, en höf þessa heims eru mikil
og viðsjál, stundum verður vart háhyrninga
í kjölfarinu, stundum eru hinar særoknu
hetjur bandarískra heimsvalda líka dálítið
93
L