Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR guggnir á vangasvipinn, ekki trútt um, að' þá langi til að' liafa fast land undir fótum og vera horfnir heim til „moms“ og „paps“. En þegar gnoðin lagði úr höfn í ágústmán- uði 1945, þá ríkti gleði rnikil með víking- um. Heimurinn — oh, hell! við leggjum liann undir okkur á einu andartaki! Og ef hann skyldi vera nieð einhvern uppsteit — þá byggjum við bara gervitungl og stjórn- um kommúnistum utan úr liimingeimnum! Já, siglingin er greið til heimsvalda. Hið gamla sæljón, Bretland, hefur týnt sund- hreifunum, heimsveldi þess að liðast í sundur, það er svo af því dregið, að það á varla fyrir útförinni. En rússneski bjöm- inn? Truman forseti situr við samningaborð- ið í Potsdam, andspænis honum situr Stal- in. Þeir eru báðir fulltrúar mestu stórvelda heimsins. Báðir skrifa þeir undir sáttmála um að leysa upp þýzka herforingjaráðið, sjá svo um, að' Þýzkaland geti aldrei oftar endurreist herveldi sitt, að nazisminn verði rifinn upp með rótum, að ofurveldi auð- hringanna í Þýzkalandi verði steypt af stóli. Truman skrifar undir allt. En hann segir við ævisöguritara sinn, Jonathan Dan- iels, sem staddur er á Potsdamráðstefn- unni: „Ef hún springur, og ég held hún springi, þá skal ég áreiðanlega taka í lurg- inn á þessum strákum." Ef hún springur — það var kjarnorkusprengjan, sem reynd var í ágúst 1945 á óbreyttum borgurum í Hiró- síma og Nagasaki. Strákarnir — það voru Rússar, á máli hins nýja forseta Bandaríkj- anna, þess er tók arf eftir Roosevelt. Kjarn- orkusprengjan var fyrsta skotið, sem hleypt var af í kalda stríðinu, áður en þórdunur heimsstyrjaldarinnar höfðu hljóðnað. Nú skyldi bolsunum kennt að lifa. 18. septem- ber var tekið fyrir allar vörusendingar til Rússa á grundvelli Láns- og leigulaganna. Beiðni Rússlands um lán í Bandaríkjunum til þess að hefja endurreisnina, „týndist" í utanríkisráðuneytinu og nokkru síðar iagði það baun við útflutningi vélaverkfæra og þungaiðjutækja til Rússlands. Kalda stríð- ið var hafið. I heimsstyrjöldinni síðari missti Rúss- land 17 milljónir manna. Milljónum ó- breyttra borgara var útrýmt með köldu blóði til að jafna höfðahlutföllin með slav- nesku og germönsku kyni. Bandaríkin misstu í heimsstyrjöldinni 6 — sex — ó- breytta borgara, eina konu og fimm böm, sem snert höfðu japanska sprengju, er bor- izt hafði með loftbelg og fallið til jarðar í skógi einum í Oregonfylki. Bandaríkja- menn misstu í heimsstyrjöldinni 296,000 manna á vígvöllum, bandamenn þeirra misstu 26 milljónir, ef með eru taldir ó- breyttir borgarar. Bandaríkin tvöfölduðu þjóðarauð sinn á stríðsárunum, Bretland missti fjórðung af þjóðarauði sínum, en mestu iðnaðar- og landbúnaðarhéruð Rúss- lands voru rjúkandi rústir. Slík var tafl- staðan með hinum sigursælu stórveldum haustið 1945. Já, var ekki von, að Banda- ríkjamenn hyggðu gott til hinnar miklu víkingafarar, er mundi færa þeim heilan heim að herfangi? Var kalda stríðiS óhjákvæmilegt? Harry Hopkins, einn nánasti samverka- maður og ráðunautur Roosevelts forseta, komst svo að orði nokkrum dögum áður en heimsstyrjöldinni síðari lauk: „Þess verð- ur að gæta, að stefnu vorri gagnvart Rúss- landi verði ekki ráð'ið af þeim mönnum, sem hafa þegar orðið ásáttir um, aÖ þess sé enginn kostur að eiga samvinnu við Rússa ... Slík afstaða er með öllu óhafandi og hlýtur að enda með skelfingum." Þessi varnaðarorð hins mikilhæfa banda- ríska stjórnmálamanns voru ekki sögð út í bláinn. Þau voru pólitísk arfleiðsluskrá hins núlátna forseta, en þegar þau voru 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.