Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 105
TÍU ÁRA KALT STRÍÐ tölnð — á miðjn suniri 1945 — höfðu nýir menn tekið við stjórnartaumunum, póli- tískir fjandmenn Roosevelts, fnlltrúar hins bandaríska hááuðvalds fengu færi á að framkvæma skuggaleg áform sín. Meðan Roosevelt lifði hafði hann með stuðningi hinna frjálslyndari afla Bandaríkjanna get- að haldið háauðvaldinu í nokkrum skefjum, þótt hann yrði oftlega að veita því miklar ívilnanir, en þegar hans naut ekki lengur við, brustu öll bönd af hinu stríðsólma, ágenga afturhaldi stórauðvaldsins, fulltrú- ar þess skipuðu sér í allar mikilvægustu valdastöður ríkisins og fengu sveigt það af þeirri braut friðar og sáttfýsi, sem Roose- velt hafði markað. Hinn látni forseti var varla kólnaður á börunum, er Truman eft- irmaður hans tók að skafa af spjöldum sögunnar það letur, sem hinn mikli fyrir- rennari hans hafði skráð. Truman hafði ekki lengi setið að völdum, er svínfylking afturhaldsins, skipuð mönnum úr flokki demókrata og repúblikana, gekk albrynjuð fram á vígvöllinn og hóf hríð gegn hinni pólitísku konungshugsjón Roosevelts, að Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin mættu lifa í sáttum, þrátt fyrir ólíkar aðstæður í efnahagslegum og pólitfskum efnum. Sú spuming kann að vakna hjá mörgum, hvort nokkur kostur hafi verið á því, að Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin hefðu get- að haft með sér friðsamlega sambúð að stríðinu loknu? Var ekki kalda stríðið „söguleg nauðsyn", óumflýjanlegt böl, grundvallað á sögulegum andstæðum sósíal- isma og auðvaldsskipulags? Slík spurning er eðlileg og það er sjálfsagt að leitast við að svara henni vafningalaust. Ef litið er á efnahagslegar aðstæður beggja þessara stórvelda, þá er auðsætt, að þær eru með þeim hætti, er auðveldar þeim mjög atvinnulega samvinnu. Á fyrstu árun- um eftir styrjöldina var þetta sérstaklega bert. Bandaríkin komu ramefld af fram- leiðslumætti út úr stríðinu, iðnaður þeirra nam 60% af allri iðnframleiðslu auðvalds- heimsins. Ráðstjórnarríkin höfðu á hinn bóginn tekið við hinum gömlu rússnesku iðnaðarhéruðum í rústum, þúsundir þorpa og borga höfðu verið jafnaðar við jörðu. Þeim var lífsnauðsyn á að fá stórvirkar vélar, eimreiðar, járnbrautarvagna, járn- brautarteina, olíuvinnslutæki, o. s. frv. til þess að rétta við stóriðju sína. Mesta iðju- veldi veraldar átti kost á að fá meiri mark- að fyrir iðjuvörur sínar en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Því fór einnig fjarri, að Ráðstjómarríkin ætluðust til að þiggja gjafir af Bandaríkjunum. Þau huð- ust til að greiða í hráefnum, er Bandaríkin skorti, og voru fús til að haga hráefna- vinnslu sinni í samræini við atvinnulegar þarfir Bandaríkjanna. Til þess að svo mætti verða var þeim'nauðsyn á að vélvæðast stór- virkum tækjum. Á grundvelli slíkrar efna- hagssamvinnu hefði verið unnt að tryggja friðsamlega sambúð þessara stórvelda, svo ólík sem þau eru í þjóðfélagslegum og pólitískum efnum. Nauðsyn slíkrar sam- vinnu var því meiri sem vitað var, að þessi stórveldi tvö gátu ráðið því, hvort heims- friður héldist eða kynt yrði undir nýju heimsbáli. Það leikur því ekki á tveim tungum, að hugsjón Roosevelts forseta og nánustu samverkamanna hans sveif ekki í lausu lofti, heldur stóð báðum fótum í heimi raunveruleikans. En til þess að frið- samleg sambúð mætti verða með Banda- ríkjunum og Ráðstjórnarríkjunum, varð hvort þessara stórvelda að viðurkenna til- verurétt hins. Á Jaltaráðstefnunni í febrú- armánuði 1945 höfðu stórveldin þrjú, Bret- land, Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin bundið þessa viðurkenningu fastmælum og jámbentum sáttmálum. Þar gengu vestur- veldin að kröfum Ráðstjórnarríkjanna um öryggi á vesturlandamærunum. En Roose- velt var ekki fyrr lagztur á líkbörurnar en 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.