Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 106
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAU
brezka og bamlaríska stjórnin lókn að'
ganga á gerða samninga og spilla ]jví sam-
komulagi, er náðst hafði. Fyrst í stað urðu
vesturveldin þó að fara sér hægt, því að
enn var styrjöldinni ekki lokið og enginn
vissi, hve lengi Japanar mundu verjast. En
það leyndi sér ekki hvert krókurinn beygð-
ist.
Á San Franciscoráðstefnunni í maímán-
uði 1945, þegar samtök Sameinuðu þjóð-
anna voru stofnuð, sagði Harriman sendi-
herra Bandaríkjanna í Moskvu, er liann
ræddi við blaðamenn, að hann hefði „kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að ósættanlegar
andstæður ríktu, þegar til lengdar léti,
milli Bretlands og Bandaríkjanna annars
vegar og Rússlands hins vegar.“ Þegar slíkt
var hugarfar bandarískra sendiherra. þá
var þess varla að vænta, að bandarískir
hershöfðingjar væru bjartsýnni á friðsam-
lega sambúð hins vestræna og austræna
stórveldis. Arnold hershöfðingi og ráðu-
nautur hinna bandarísku samningamanna í
Potsdam segir frá því í endurminningum
sínum, að hann hafi átt tal við Portal, hinn
brezka flugmarskálk. Báðir þessir engilsax-
nesku stríðsmenn voru á einu máli um það,
að Rússland yrði sá óvinurinn, er þeir
mundu næst eiga fangbrögð við. Einnig
kom þeim saman um, að Rússar bæru tölu-
vert skyn á landher, en hins vegar óttuðust
þeir mjög langfleygar flugvélar. Að þessum
bollaleggingum loknum urðu hershöfðingj-
arnir ásáttir um, „að vér verðum að eiga
vígstöðvar svo staðsettar um allan hnött-
inn, að vér getum komizt að hverju því
skotmarki, sem oss yrði falið að hæfa.“
011 stefna Bandaríkjanna í kalda stríðinu
var þegar mörkuð og ákveðin á Potsdam-
ráðstefnunni, Það virðist ekki hafa flögrað
að Bandaríkjastjórn að halda orð sín og
eiða við hinn rússneska samningsaðila,
enda urðu allar pólitískar aðgerðir hennar
óslitin samningsrof.
Bandaríkin á krossgötum
Þegar styrjöldinni lauk síðsumars 1945
ríkti mikill fögnuður um heim allan. Banda-
ríkjaþing var kvatt til skyndifundar í tilefni
af sigrinum, og 6. september flutti Tru-
man forseti því boðskap sinn:
„Þingið kemur saman á mikilli hættu-
stund. Styrjöldinni lauk skjótar en flesta
okkar grunaði. Víðtækar hergagnapantanir
hafa þegar verið afturkallaðar ... Þetta
hefur eðlilega valdið nokkrum ugg og ótta.“
Verstu fjandmenn Bandaríkjanna gælu
ekki túlkað miskunnarlausar hið sanna eðli
hins bandaríska þjóðfélags en forsetinn
gerði á degi sigursins: Á þeirri stundu, er
blóðþoku styrjaldarinnar létti og mannkyn-
ið mátti sjá roða af nýjum friðardegi, nötr-
uðu allir kjörviðir hins kapítalíska þjóðfé-
lags í Vesturheimi. FriSaróttinn — peace
scare — var að vísu orð, sem var ekki enn
orðið Bandaríkjamönnum tungutamt, Kór-
eustyröldin átti eftir að bæta því við orða-
forða þessarar kynslóðar, en óttinn við frið-
inn markaði allan sigurboðskap Trumans
forseta, óttinn við friðinn læsti sig um allt
hið bandaríska þjóðfélag og fór eins og
skæð sóttkveikja um æðar þess og taugar.
Friðarótti Bandaríkjanna var aðeins annað
orð yfir sama hugtak: óttann við allsnægta-
kreppuna.
í heilan áratug, 1929—1939, höfðu
Bandaríkin barizt við þessa kreppu, en með
undarlega litlum árangri. Styrjöldin fékk
loks grynnt á atvinnuleysinu, brotið höml-
urnar af framleiðsluöflunum og tæmt
forðabúrin. Bandaríska stórauðvaldinu
þótti góður stríðsgróði sinn, en hvaða
gróðavonir bar friðurinn í skauti sér?
Á degi sigursins stóðu Bandaríkin á ör-
lagaríkustu krossgötum sögu sinnar. Þau
áttu um tvo kosti að velja til þess að leysa
efnahagsleg vandamál, sem stríðslokin báru
þeim á hendur. Annar var sá að auka innan-
landsmarkaðinn með stórfelldum félagsleg-
96