Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 107
TÍU ÁRA KALT STRÍÐ
um umbótum, almannatryggingum, stór-
bættum lífskjörum alþýffu og risavöxnum
opinberum framkvæmdum; ennfremur meff
því að hefja vífftæk viffskipti viff Ráffstjórn-
arríkin og alþýðuríkin og styrkja affrar
þurfandi þjóðir til atvinnulegrar viðreisnar
samkvæmt óbrotnum grundvallarreglum
viðskiptalífsins. Hinn kosturinn var sá, að
lialda styrjaldarframleiðslunni áfram, eins
og ekkert hefði ískorizt, eins og ófriður
væri enn uppi í veröldinni, m. ö. o. að
framleiða fyrir markað kalda stríSsins.
Bandaríkin völdu hinn síðari kostinn. Yfir-
stétt Bandaríkjanna kaus þá leiðina, sem
henni þótti greiðfærust: að veita flóði fram-
leiðslu sinnar, sem hún ræður ekki lengur
við, inn í birgffaskemmur þriðju heimsstyrj-
aldarinnar, í hina botnlausu hít kalda
stríffsins.
Fimmtán árum áður hafffi þessi sama yf-
irstétt Bandaríkjanna staffið eins og ráð-
þrota fáviti frammi fyrir efnahagsfyrirbær-
um þjóðskipulags síns. Hún hafði ekki
botnað upp né niður í sigurverki kapítal-
ismans og einkaframtaksins. Hið ameríska
auðvaldsskipulag virtist hafa sungið sitt
síðasta lag, líkt og gervinæturgalinn i ævin-
týri Andersens, og heimsins lærffustu úr-
smiðir fengu ekki komið kólfinum af stað.
En þá kom blessað stríðið! Heimsstyrj-
öldin síðari drap töfrasprota sínum á hiff
aldna hrör hins ameríska framleiffsluskipu-
lags, og sjá: þaff tók aftur hreysti sína og
æskulit. Upp úr val styrjaldarinnar spruttu
lífgrös hins bandaríska auðvalds. En jafn-
skjótt og sjá mátti fyrir lok þessarar styrj-
aldar, tók að bera á þeim „ugg og ótta“, sem
Truman forseti minntist á í boðskap sínum
til Bandaríkjaþings. Mundu ekki lífgrös
hins bandaríska framleiðsluskipulags sölna
og deyja, þegar dögg stríðsins fékk ekki
lengur vökvað þau? Þessi spuming leitaði á
forráðamenn Bandaríkjanna í svefni og
vöku. Þeim var það fyllilega ljóst, að banda-
ríska auðvaldsskipulagið mundi verða að
stríðinu loknu að ganga undir próf, sem réð
úrslitum um tilveru þess og tilverurétt. Ef
viðskiptakreppa mundi aftur leggjast að
landi í Bandaríkjunum, þá var ekki aðeins
amerískum lífsháttum voði búinn, heldur
einnig öllu því, sem sæmt er nafninu „vest-
ræn menning“. I júnímánuði 1947 skrifaði
innanríkisráðherra Bandaríkjanna, J. A.
Krug, í American Magazine: „Ef vér verff-
um aff þola aðra alvarlega atvinnukreppu
..., þá munu atvinnuleysi, armóður og ör-
vænting hrekja fleiri Ameríkumenn inn í
herbúðir kommúnismans en Stalín, Marx
og Komintern hafa náff á sitt band meff rök-
semdum og fortölum."
Þegar stríðinu lauk voru forráðamenn
Bandaríkjanna því ekki í neinum vafa um
þaff, aff þeir mundu verða að glíma við
vandamál lífs eða dauða auðvaldsskipulags-
ins, jafnt heima fyrir sem erlendis. Svo sem
fyrr var sagt, áttu þeir kost á því að leysa
þessi vandamál að vissu marki með því að
sætta sig viff friffsamlega sambúð auðvalds
og sósíalisma á hnettinum. Sú hafði veriff
ætlun Roosevelts forseta og þeirra áhrifa-
manna, sem honum voru handgengnir. En
hinir nýju valdamenn kusu ekki þann kost-
inn. Þeir stefndu inn á braut bandarískra
heimsvalda í orðsins fyllstu merkingu. Þeir
ætluðu að sveigja allan heiminn undir veld-
issprota Bandaríkjanna og beizluðu fram-
leiðslumátt þeirra og fjármálavald í þjón-
ustu þessa markmiðs. Afleiðingar þessarar
taumlausu ofbeldisstefnu koma æ skýrar í
ljós. Ávöxturinn er svo sem til var sáð.
Á helvegi kalda stríðsins
Hið bandaríska framleiffsluskipulag og
hin óleystu vandamál þess eru sá jarðvegur,
sem drekasæði kalda stríðsins hefur sprott-
ið í. Marshalláætlunin svonefnda var fyrsta
viðleitni bandarískra valdamanna til að
TÍMAHIT MÁLS OG MENNINCAR
97
7