Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 109
TÍU ÁRA KALT STRÍÐ á nef hverl í landinu. Árið 1952 vorti hern- aðarútgjöldin orðin 400 $ á hvern íbúa og gleyptu 70% af öllum útgjöldum fjárlag- anna! Forráðamenn Bandaríkjanna þóttust nú liafa fundið vizkustein hagfræðinnar, er gæti leyst úr öllum hinum flóknu vandamál- um hins bandaríska framleiðsluskipulags. United States News skýrði frá því 17. maí 1951, að ráðunautar Trumans forseta hyggðust hafa dottið niður á öruggt ráð, er mundi tryggja Bandaríkjunum óslitið vel- gengnistímabil. „Kröfur kalda stríðsins eru nálega takmarkalausar, ef rétt er á þeim haldið,“ bætti blaðið við. Nú er hergagna- framleiðsla til að afstýra kreppu gamalt húsráð, sem reynt var af öðrum áður en hinir vísu feður í Washington tóku einka- leyfi á því. Hergagnaframleiðsla nazista „leysti" kreppu Þýzkalands 1933—1939, en nokkrum vikum fyrir styrjöldina varð Hitl- er að játa, að framleiðsluskipulag Þýzka- lands mundi liðast í sundur, ef því yrði ekki bjargað með styrjöld. Það er ekki liægt að gera hergagnaframleiðslu að at- vinnubótavinnu til langframa. Fyrr eða síð- ur hlýtur bún að sprengja af sér fjötra kalda stríðsins og geta af sér þá styrjöld, sem henni er ætlað að þjóna. Þrátt fyrir Marshallhjálp og vígbúnað virtust hjartaslög hins bandaríska atvinnu- lífs verða æ veikari. 15. maí 1950 var því spáð í einu kunnasta fjármálablaði Banda- ríkjanna, Journal of Commerce, að í aðsigi væri jafn alvarleg kreppa og verið hefði 1931 og mikil hætta værj á auknu atvinnu- leysi. Síðan bætti tímaritið við: „Það er ástæða til að ætla, að ríkisstjórnin hafi til- búna stóra sprautu til þess að dæla nýju lífi á atvinnuvegina." Blaðið fór ekki mjög fjarri sannleikanum. Bandaríkjastjóm liafði opnað blóðbankann og dælan var til taks: Kóreustyrjöldin. Mánuði síðar var hún skollin á. Það var ekki ttnt að villast: það færðist líf í líkið. Stórblaðið New YorJc Times sál- greindi styrjöldina frá viðskiptasjónarmiði: „Kóreufyrirtœlcið hefur lífgað atvinnulíf- ið.“ United States News, hin góða og vonda samvizka bandarískrar borgarastéttar eftir atvikum, varp öndinni og skrifaði sigri hrósandi: „Kóreugosið hefur stökkt á brott vofu kreppunnar, sem hefur ásótt viðskipta- líf Bandaríkjanna síðan seinni heimsstyrj- öldinni lauk.“ Og Rufus Tucker, hagfræð- ingur General Motors, sagði iðjuhöldaþingi Bandaríkjanna, að ef Kóreustyrjöldin hefði ekki skollið á, þá mundi stóriðja hafa kom- izt í hann krappan. I Kóreu kviknaði í fyrsta skipti á tund- urþræði kalda stríðsins. Þessi styrjöld varð Bandaríkjunum og auðvaldsheiminum öll- um sem gjöf af guði send. Kauphallimar höfðu yfirleitt lifað kyiTlátu lífi síðan styrj- öldinni lauk. En þegar Kóreustyrjöldin skall á virtust þessar gömlu stirðfættu jóm- frúr hins kapítalíska fjármálalífs verða ungar í annað sinn og stigu nú dansinn kringum gullkálfinn í lostafullum tryllingi. 011 verðmæti, sem skráð voru á kauphöll- um, hækkuðu dag frá degi. í Bandaríkjun- um tók framleiðslan undir sig stökk og geystist fram með álíka hraða og var á und- anhaldi hinna bandarísku hersveita Mac Arthurs. Kóreustyrjöldin var Made in USA — fingraförin leyndu sér ekki. Það var ætlun Bandaríkjanna að taka Norður-Kóreu her- skildi í einu vetfangi og koma á fót banda- rískum herstöðvum við landamæri Kína. MacArthur lýsti því yfir, að frá slíkum stöðvum mundu Bandaríkin geta drottnað einráð á allri Kyrrahafsströnd Asíu, frá Vladivostok suður til Singapore. Frá hemaðarlegu sjónarmiði varð Kóreu- styrjöldin Bandaríkjunum til slíkrar minnk- unar, að þau mega ekki minnast hennar kinnroðalaust. í Kóreu beið úrvalsher 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.