Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Bandaríkjanna ósigur fyrir illa vopnuSum bændum og kínverskum sjálfboðaliðum. Þegar að er gáð biðu Bandaríkin í Kóreu fyrsta ósigur sinn í styrjöld. Ef vopnahlé það, sem samið var um sumarið 1953, hefði ekki komizt á og barizt hefði verið til úr- slita, er enginn vafi á því, að Kóreuher Bandaríkjanna liefði verið gjöreytt. Eftir- hreytur þessarar styrjaldar voru almenn áflog bandarískra forráðamanna heima í Washington nm það, hver ætti sök á óförun- um. En frá sjónarmiði viðskiptalífsins var Kóreustyrjöldin einslaklega blómlegt fyrir- tæki, svo langt sem það náði. Stríðsgróði bandarísku auðhringanna varð aldrei meiri en á árum Kóreustyrjaldarinnar. Þessi mis- heppnaða styrjöld, sem Bandaríkin háðu í litlu útnesi Asíu virtist um stund vera slík- ur bjargvættur atvinnuveganna, að allt ætl- aði vitlaust að verða ef útlit var fyrir upp- rof í stríðinu, vörumar hrundu í verði eins og þegar skógur fellir lauf á haustdegi. Ef friðardúfa hóf sig til flugs gekk fárveður um allar kauphallir auðvaldsheimsins. New York Tirnes skrifar í fjármáladálk sinn í júní 1951: „Verðskráning afurða hrynur í lágmark vegna sovézku friðartillagnanna ... Gull lækkar í verði á Parísarkauphöll- inni eftir friðartillögur Maliks__Ný 8Ölu- hrota stýfir verðmæti hlutabréfa um 1 milljarð dollara, þegar fregninni um frið- artillögur Rússa laust niður á markaðinn — Tvísýna ríkir á vörumörkuðum Lun- dúna þegar kunnar urðu friðartillögur Rússa.“ Skyldu kynslóðir framtíðarinnar ekki furða sig á kynjamyndum hins kalda stríðs á miðri 20. öld? Kóreustyrjöldin var fyrsta bálið, sem kveikt var á ferli kalda stríðsins, Með sam- eiginlegu átaki Ráðstjórnarríkjanna, Kína- veldis og friðaraflanna um heim allan tókst að slökkva þetta bál, að minnsta kosti um stund. Bandaríkin létu undan síga um stundarsakir í Kóreu, en þau bjuggust þeg- ar til nýrra íkveikjutilrauna annars staðar í Asíu. Nehru, forsætisráðherra Indlands, lýsti því yfir á síðastliðnu sumri, að heim- urinn hefði fyrir nokkmm vikum staðið á heljarbrún nýrrar allsherjarstyrjaldar. Þótt hann nefndi engin nöfn, vissu allir, við hvað liann átti: floti Bandaríkjanna var búinn til styrjaldar í Indó-Kína. En þetta ófriðar- bál var einnig slökkt áður en heimurinn var alelda, friði varð komið á þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjanna. En hinn banda- ríski brennuvargur og friðspillir er ekki af baki dottinn. A Formósu hleður hann þann bálköst, sem getur hleypt Asíu í loga þegar minnst varir. Til þessa hefur það helzt afstýrt allherj- arstyrjöld í Asíu, að Bandaríkin hafa orðið að ganga bónleið til búða og ekki getað aflað sér nýtilegra bandamanna til þess að herja á fjölmennustu heimsálfu bnattarins. Tryggustu vígsnautar Bandaríkjanna í Asíu eru lítilsmegandi ef til stórræða dregur. En í Evrópu hefur Bandaríkjunum tekizt að samfylkja flestum ríkjum Vestur-Evrópu til fylgis við sig í Atlanzhafsbandalaginu. En löngu áður en hugmyndin um stofnun At- lanzhafsbandalagsins var framkvæmd, höfðu Bandaríkin lagt sig öll fram til þess að efla Vestur-Þýzkaland svo, að það yrði hlutgengur aðili að slíku hernaðarbanda- lagi. Bandaríkin hafa unnið staðfastlega að þessu marki allt frá þeirri stundu, er Tru- man forseti skrifaði undir Potsdamsátt- málann. Vestur-Þýzkaland er eina ríki Vestur-Evrópu, sem gerir kröfur til land- svæða og breyttrar ríkjaskipunar í Austur- Evrópu. Enn hafa þessar kröfur ekki verið bornar frarri nema af einstökum mönnum, þótt sumir hafi ráðherratign. En á þeirri stnndu, er Vestur-Þýzkaland hefur hervæðzt og gerzt aöili að Atlanzhafsbandalaginu, munu þessar kröfur verða bomar fram op- inberlega og formlega. Vegna framleiðslu- 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.