Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Bandaríkjanna ósigur fyrir illa vopnuSum
bændum og kínverskum sjálfboðaliðum.
Þegar að er gáð biðu Bandaríkin í Kóreu
fyrsta ósigur sinn í styrjöld. Ef vopnahlé
það, sem samið var um sumarið 1953, hefði
ekki komizt á og barizt hefði verið til úr-
slita, er enginn vafi á því, að Kóreuher
Bandaríkjanna liefði verið gjöreytt. Eftir-
hreytur þessarar styrjaldar voru almenn
áflog bandarískra forráðamanna heima í
Washington nm það, hver ætti sök á óförun-
um.
En frá sjónarmiði viðskiptalífsins var
Kóreustyrjöldin einslaklega blómlegt fyrir-
tæki, svo langt sem það náði. Stríðsgróði
bandarísku auðhringanna varð aldrei meiri
en á árum Kóreustyrjaldarinnar. Þessi mis-
heppnaða styrjöld, sem Bandaríkin háðu í
litlu útnesi Asíu virtist um stund vera slík-
ur bjargvættur atvinnuveganna, að allt ætl-
aði vitlaust að verða ef útlit var fyrir upp-
rof í stríðinu, vörumar hrundu í verði eins
og þegar skógur fellir lauf á haustdegi. Ef
friðardúfa hóf sig til flugs gekk fárveður
um allar kauphallir auðvaldsheimsins. New
York Tirnes skrifar í fjármáladálk sinn í
júní 1951: „Verðskráning afurða hrynur í
lágmark vegna sovézku friðartillagnanna
... Gull lækkar í verði á Parísarkauphöll-
inni eftir friðartillögur Maliks__Ný 8Ölu-
hrota stýfir verðmæti hlutabréfa um 1
milljarð dollara, þegar fregninni um frið-
artillögur Rússa laust niður á markaðinn
— Tvísýna ríkir á vörumörkuðum Lun-
dúna þegar kunnar urðu friðartillögur
Rússa.“ Skyldu kynslóðir framtíðarinnar
ekki furða sig á kynjamyndum hins kalda
stríðs á miðri 20. öld?
Kóreustyrjöldin var fyrsta bálið, sem
kveikt var á ferli kalda stríðsins, Með sam-
eiginlegu átaki Ráðstjórnarríkjanna, Kína-
veldis og friðaraflanna um heim allan tókst
að slökkva þetta bál, að minnsta kosti um
stund. Bandaríkin létu undan síga um
stundarsakir í Kóreu, en þau bjuggust þeg-
ar til nýrra íkveikjutilrauna annars staðar
í Asíu. Nehru, forsætisráðherra Indlands,
lýsti því yfir á síðastliðnu sumri, að heim-
urinn hefði fyrir nokkmm vikum staðið á
heljarbrún nýrrar allsherjarstyrjaldar. Þótt
hann nefndi engin nöfn, vissu allir, við hvað
liann átti: floti Bandaríkjanna var búinn
til styrjaldar í Indó-Kína. En þetta ófriðar-
bál var einnig slökkt áður en heimurinn
var alelda, friði varð komið á þrátt fyrir
mótmæli Bandaríkjanna. En hinn banda-
ríski brennuvargur og friðspillir er ekki af
baki dottinn. A Formósu hleður hann þann
bálköst, sem getur hleypt Asíu í loga þegar
minnst varir.
Til þessa hefur það helzt afstýrt allherj-
arstyrjöld í Asíu, að Bandaríkin hafa orðið
að ganga bónleið til búða og ekki getað
aflað sér nýtilegra bandamanna til þess að
herja á fjölmennustu heimsálfu bnattarins.
Tryggustu vígsnautar Bandaríkjanna í Asíu
eru lítilsmegandi ef til stórræða dregur. En
í Evrópu hefur Bandaríkjunum tekizt að
samfylkja flestum ríkjum Vestur-Evrópu til
fylgis við sig í Atlanzhafsbandalaginu. En
löngu áður en hugmyndin um stofnun At-
lanzhafsbandalagsins var framkvæmd,
höfðu Bandaríkin lagt sig öll fram til þess
að efla Vestur-Þýzkaland svo, að það yrði
hlutgengur aðili að slíku hernaðarbanda-
lagi. Bandaríkin hafa unnið staðfastlega að
þessu marki allt frá þeirri stundu, er Tru-
man forseti skrifaði undir Potsdamsátt-
málann. Vestur-Þýzkaland er eina ríki
Vestur-Evrópu, sem gerir kröfur til land-
svæða og breyttrar ríkjaskipunar í Austur-
Evrópu. Enn hafa þessar kröfur ekki verið
bornar frarri nema af einstökum mönnum,
þótt sumir hafi ráðherratign. En á þeirri
stnndu, er Vestur-Þýzkaland hefur hervæðzt
og gerzt aöili að Atlanzhafsbandalaginu,
munu þessar kröfur verða bomar fram op-
inberlega og formlega. Vegna framleiðslu-
100