Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 112
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sprengjur svo nokkru ncmi.“ Nákvænilega einu ári síðar var'ð Truman Bandaríkjafor- seti aff játa frammi fyrir þjóð sinni, að kjamorkusprenging hefði farið fram í Ráð- stjórnarríkjunum. Þessi viðburður olli alda- skiptum. Það verður fullyrt, að Bandarík- in hafa ekki síðan náð reisn sinni. Hinu ábyrgðarlausa stríðshjali Bandaríkjamanna linnti að vísu ekki, en það var samt auð- sætt, að þeir höfðu fengið ráðningu, sem þeir gleymdu ekki í bráð. Bandaríkjamönnum brást einnig boga- listin, er þeir gerðu ráð fyrir, að Ráðstjórn- arríkin mundu ekki geta af sjálfsdáðum reist við land sitt og stutt alþýðuríkin ná- granna sína til atvinnulegrar viðreisnar. í annað sinn máttu þau gjalda brokabeimsku sinnar. Á einum áratug bafa Ráðstjórnar- ríkin nærri því þrefaldað iðnaðarfram- leiðslu sína frá því fyrir stríð. I sama mund hafa alþýðuríkin með aðstoð þeirra brcytzt í stóriðjuríki, sum tvöíaldað fram- leiðslu sína, önnur þrefaldaff hana og jafn- vel fjórfaldað. Ilvorki kjarnorkusprengjan né sveltikví- ar Bandaríkjanna fengu unnið bug á þeim heimi, þar sem mjólk er notuð til mann- eldis, en ekki kýrfóðurs. Þegar allt megin- land Kínaveldis rann eins og sandur úr greipum Bandaríkjanna, þá leit um stund út fyrir, að alvara lífsins hefði brugðið upp nokkru ljósi í því myrkri, sem ríkir í pólitískum bugmyndaheimi þeirra. Dean Acheson varð að játa opinberlega, að loks hefðu Bandaríkin fundið ofjarl sinn: nátt- úruafl hinnar kínversku þjóðbyltingar varð ekki stöðvað, hvað sem þau hefðu gert eða látið ógert, sagði hann í bréfi til Trumans forseta, sem prentað var fyrir framan Hvít- bók utanríkisráðuneytisins um Kínamál. Svo vonlaus var utanríkisráðherra Banda- ríkjanna um málslað hins vestræna iýðræð- is Sjang Kaj-sjeks, að liann taldi Formósu einskis virði vörnum og öryggi þcirra. En hinir vísu feður bandaríska öldunga- ráðsins botnuðu hvorki upp né niður í viff- hurðunum. Þessir menn, sem með atkvæði sínu geta ráðið því hvort stríð sé eða friður í heiminum, kölluðu Acheson utanríkisráð- herra á öldunganefndarfund og spurðu vesalings embættismanninn spjöninum úr. Þeir vilja ólmir stjórna öllum hnettinum og það er fróðlegt að heyra, hvernig þessir Rómverjar 20. aldar líta á heimsviðburði sögunnar. Þeir spurðu ráðherrann m. a.: „Ifvers vegna leyfðuð ]iér kínversku bylt- ingunni að fara fram? Hefði ekki einföld yfirlýsing getað stöðvað hana?“ „Hvers vegna neita Kínverjar að berjast undir stjórn Sjang Kaj-sjeks, en berjast eins og ljón í Kóreu?“ „Þér ætlið þó víst ekki að gefa Kína upp á bátinn, herra Acheson?" — „Auðvitað ekki, herra öldungadeildar- maður,“ svarar ráðherrann auðmjúkur. „Eruð þér viss um, að þér rnunið aldrei gefa upp Kína?“ „Já, herra.“ „Og For- mósu?“ „Mikil ósköp, nei, herra!" En lýst- uð þér því ekki einu sinni yfir, að Formósa væri án alls mikilvægis fyrir öryggi vort?“ „O-jú, það gerði ég einu sinni, en ég hef breytt um skoðun síðan það var.“ Þessi orðaskipti fóru fram í öldunga- nefnd í Bandaríkjaþingi hinn 18. maí 1951. Á þessu þroskastigi mannvits og þekking- ar slanda drottnar nútímans, kauphéðnam- ir amerísku, sem halda að allt sé falt í fá- tækum heimi. Markmið bandarískrar utanríkisstefnu er að steypa pólitísku valdi alþýðunnar og hagkerfi sósíalismans á fjórða liluta jarð- arinnar. Báðir hinna ríkjandi stjómmála- flokka Bandaríkjanna eru sammála um það, þótt þá greini á um leiðir. Jafnvel hin- ir svokölluðu einangrunarsinnar Ameríku vilja óðir fara í loftárásarstyrjöld við Kína og láta sér það í léttu rúmi liggja, þótt slík styrjöld taki nokkra áratugi, cnda gera beinlínis ráð fyrir því. Ef marka má orð 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.