Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 113
TÍU ÁRA KALT STRÍÐ bandai'ískra stjórnraálamanna og hershöfð- ingja, þá virðast þeir óhræddir að íara í hnattstyrjöld, en þeira er mjög sárt um að fórna til þess lífi Bandaríkjamanna. Þeir hafa tekið þátt í tveimur heimsstyrjöldum, grætt stórfé á báðum, mannfall þeirra ekki numið meiru en tolli þeim í mannslífum, sem þeir gjalda á ári hverju hraða öku- tækja sinna á þjóðvegunum. Þessi kaup- mannaþjóð er gerilsneydd þeim her- mennskutilfinningum riddaranna, sem eru fúsir til að fórna sínu eigin skinni, ef á þarf að halda. Að hella eldi og eimyrju úr liá- loftunum yfir kóreska og kínverska bænd- ur, brenna akra þeirra með benzínhlaupi -— það er hið rétta stríð! Að styðja á hnapp í Wasliington og senda fjarstyrð tundur- skeyti til Peking — það er stríð í lagi, oh, boy! En beisk reynsla síðasta áratugs hef- ur þó sannfært þá, sem telja verður með fullu viti, um það, að fótgönguliðinn, skít- ugur og sveittur, ræður að lokum úrslitum styrjalda enn í dag. Hvernig á að leysa þetla vandamál? Lausnin er ofur einföld: kaupa hermenn, kaupa þá í heildsölu, kaupa þá í smásölu ef ekki vill betur. Eis- enhower, núverandi forseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu 1951, er hann flutti fyrir þing- mönnum úr öldungadeildinni: „Það þarf mann og byssu til að berjast. Bandaríkin sjá fyrir byssunni, Evrópa fyrir manninum. Evrópa verður að leggja til meginþorra fót- gönguliðanna, framlag okkar verður sára lítið í því efni.“ Einu ári síðar ávarpaði Eisenhower báðar deildir Bandarfkjaþings og lýsti hernaðarhugsjón sinni á þessa lund: „Ef Bandaríkin gætu aðeins útvegnð byssuna og fengið einhvern annan til að bera hana og vinna það verk, sem nauðsyn- legt er, þá væri ég ánægður.“ Já, Bandaríkjamenn eru fúsir til að kaupa hermenn, en þeir eru samt aðsjálli á fé en margur heldur. Þegar Júgóslavía fékk fjárveitingu frá Bandaríkjunum skrifuðu Alsopbræðurnir, hinir margvísu amerísku blaðamenn, þessi orð: „Þetta voru merki- lega góð katip. Það er miklu ódýrara að kaupa styrk þar en á Frakklandi.“ Og þá er Tyrkinn ekki dýr, aðeins 500 $ kostar fótgönguliðinn í þessu bandalagsríki ís- lands, fimm sinnum ódýrari en óbreyttur amerískur piltur, enda varð öldungadeildar- mönnum það á orði, er þeir komu úr ferða- lagi frá Tyrklandi: „Vér berum mikið traust til Tyrklands, vér getum ekki án þess verið ef vér eigum að lifa á morgun.“ Þannig lítur herraþjóð nútímans út, mennirnir, sem á síðasta áratug hafa hvað eftir annað borið logandi kyndil að púður- tunnunni, höfundar hins kalda stríðs, sem hafa kynt ófriðarelda í tveimur heimsálf- um, þegar þeir hafa komizt höndunum undir. Þeir kaupa sér málalið meðal tryllt- asta afturhaldsins, hvar sem það finnst á hnettinum. Þeir kæfa allar hreyfingar undirokaðra stétta og þjóða, heima hjá sér, í grannríkjum sínum og í fjörrum heimsálf- um. Nú veifa þeir vetnissprengjunni yfir höfði sér á þjófstolnu landi, Formósuey, og hóta fjölmennustu þjóð veraldarinnar tor- tímingu. Meðan önnur stórveldi leyfa þessu stríðsóða ríki að leika listir sínar, þá fær heimurinn ekki um frjálst höfuð strokið. Aðeins eitt getur forðað Bandaríkjunum frá að fara sjálfum sér og öðrum að voða: samfylking alþýðu um allan heim og þeirra ríkja allra, sem meta meira tilveru sína og líf en höfuðsóttaróra Bandaríkjanna um heimsvöld. Og þá er heldur ekki vonlaust, að eftir langan þorra og óblíða góu þessar- ar aldar muni kýrin bera um síðir og börnin í Bandaríkjunum fá mjólkina sína. 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.