Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 122
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
huganir, stundum dýpri merking að haki
orð’anna. Sem dœmi um hið fyrrnefnda tek
ég Náttmál:
Sá engill svefns við dyrastaf minn dokar!
Það dimmir fyrir sýn.
Og draumsins ró og dvali nær sér þoka.
I djúpin huldu sekkur vitund mín.
O, fagra hönd, sem litlum augum lokar,
— live ljúf er snerting þín!
Af lengri kvæðuin — sem þó eru ekki
löng — vil ég benda á Bernskuslóðir, hug-
Ijúft kvæði og listrænt, Pan, þar sem skáld-
leg tilþrif eru meiri, og / garðinum, sem er
stemning um minningu sorgaratburðar, saga
hans í ljósi þeirrar minningar. Loki og
Sigyn er gott efni, sem höfundur gerir tæp-
ast verðug skil.
Annars eru yrkisefni Baldurs sjaldnast
stór eða umfangsmikil, en margt verður hon-
um að Ijóði, þótt smátt sé og hversdagslegt
fyrir augum okkar flestra, og ber það vott
um skáldlega sýn. Ljóðið eða ljóðaefnið
híður alls staðar á „hak við dagsins bláu
geima“ ... og „bak við hverjar dyr“.
„Þér heyrðist eins og harpa slegin
í hússins glöðu þögn.“
Þannig kemur ljóðið til hans, horfir á hann
spyrjandi augum eins og barn.
Og
„draumar mannanna
og dýpstu óskir
fylla sál mína
söngvatrega".
Ilann sér manidífið speglast í eirðarlausu
flögri másins. Orðalagið minnir þarna á
Tómas, en það er annars konar már, sem
hann er að lýsa, því að már Baldurs er már
raunveruleikans, sem „horfir soltnum aug-
um á lokkandi lifur, / sem ljómar gegnum
brimúðann hvít og silfurskær". Hin gráðuga
matarfýsn másins verður þess valdandi, að
brauðstriti hans linnir aldrei.
„Á eirðarlausu flögri er márinn úti á miði
og má ei þaðan hverfa — sín vor og haust
— unz dunandi hafið drekkir hvítu hrjósti,
drekkir hvítum vængjum, sem fljúga
eirðarlaust.“
Skáldlegt og hugljúft í senn er kvæðið Fjar-
an, þótt hinn miskunnarlausi vcruleiki sé
þar grunntónn.
Þessi ljóð eru ekki stórbrotin, þau lýsa
engum stórátökum, hvorki hið ytra né innra.
Samt fjalla þau um mannlegt líf og mann-
legar tilfinningar, og ég er ekki viss um, að
þau séu öll letruð í sand gleymskunnar. Les-
endur ættu að gefa sér tíma til að lesa þau
flausturslanst og hlusta eftir ómi þeirra, og
þá trúi ég ekki öðru en margur finni þar við-
felldna tóna, sem láta vel í eyrum, suma e. t.
v. nokkuð angurhlíða og saknaðarkennda,
en þó fleiri bjarta og vonglaða eða sefandi
og friðandi. Og hvers þörfnumst við fremur
nú oss til sálubótar á kaldri og miskunnar-
lausri öld véla og atómorku, í hávaða hennar
og hraða?
fvar Björnsson.
112