Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 3
TÍMARIT 20ÁRC
DES. 1959
MÁLS
OG MENNINGAR
3. IIEFTI
Ritstjórar:
Kkistinn E. Andrésson, Jakod Benediktsson
Utgefandi: Bókmenntafélagið Mál og menning
Ó, frelsi, frelsi...
T-»ad var athyglisvert að Jónas Haralz knnni ekki, í ræðu sinni á fullveldisdaginn, að til-
•*- færa nema tvær ástæður fyrir því að íslenzka ríkið er ekki enn orðið opinberlega
gjaldþrota: 1) skilvísi íslenzkra banka á kreppuáriinum og 2) smæð landsins, sem gerir að
verkum að erlendum fjármálastofnunum munar ekkert um að standa undir greiðsluhalla
þess. Annars var ræða hagfræðingsins full af hreinskilni. En Morgunblaðið reyndist, aðeins
fjórum dögum síðar, að vera enn fremra að hreinskilni. „Lánin,“ segir í Reykjavíkurbréfi,
„til að halda við eyðslu umfram efni hafa einungis fengizt vegna hinnar stjórnmálalegu
þýðingar landsins." Þar segir ennfremur að „samband" sé milli handarískra lánveitinga á
síðasta kjörtímabili og „fráhvarfs vinstristjórnarinnar frá hótunum sínum um brottrekstur
Bandaríkjahers." Svona óþveginn sannleikur er harla sjaldséður í jafn atlants-sinnuðum
málgögnum og Morgunblaðið er; það var ekki við því að húast að hann fengi rúm í ræðu
Jónasar Haralz, sem að vísu átti að íjalla um sjálfstæðismál Islendinga, en aðeins frá hag-
fræðilegu sjónarmiði. Morgunhlaðið, sem kveður Jónas Haralz hafa öðlazt „margháttaða"
lífsreynslu, er auðsjáanlega enn sem komið er lífsreyndara en hann. Það veit, það sem
liann veit ekki, að ríki verða ekki gjaldþrota á sama hátt og smáfyrirtæki, að ríkisgjald-
þrot er jafnan púlitískt fyrirhæri fyrst og síðast, en ekki fjárhagslegt, — hvað þá heldur
siðferðilegt! Það veit ennfremur að mikill hluti Vestur-Evrópu var til skamms tíma stöð-
ugt gjaldþrota, ef farið hefði verið eftir reikningsbókunum, og sum Evrópulöndin eru það
enn; þar er ísland ekki eitt á blaði. En þessi lönd hafa ekki verið lýst gjaldþrota, vegna
þess að það hefði liaft neikvæða „stjórnmálalega þýðingu“ fyrir lánardrottnana. — Loks
veit Morgunhlaðið af langri reynslu að aðallánardrottnar íslendinga nota lánveitingar sín-
ar sem pólitískt þvingunartæki gagnvart skuldunautunum, reyndar ekki aðeins á fslandi
heldur um allan heim. Allt þetta kemur einstaklega hreinskilnislega fram f dálkum þessa
Atlantsbandalagsblaðs sunnudaginn 5. desember.
193