Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 104
TIMARIT MALS OG MENNINGAR áunnizt með ofbeldi.“ (Bls. 269.) Byltingin er ekki „hrein“ í fram- kvæmd, þessvegna er ákjósanlegast að hún verði um aldur og ævi ófram- kvæmd hugsjón: „En slíkir hlutir [þ. e. a. s. byltingin] varðveita aðeins upprunalegan hreinleik sinn í liönd- um þeirra, sem hafa búið þá til, og það aðeins þann dag sem þeir eru opinberaðir í fyrsta sinn.“ (Bls. 246.) Á hls. 303 er athöfnum og orð- um hyltingarmanna lýst sem „barna- legum loddaraskap ungæðislegra hugaróra“. Og á sömu síðu er þessi stóridómur: „Og vitið þér af hverju þessi látlausa hringiða endalauss undirbúnings stafar? Hún stafar af því að þeir [: byltingarforingjarnir] hafa enga raunverulega hæfileika, þeir eru illa gefnir. Menn eru fæddir til að lifa, ekki til að búa sig undir lífið.“ Lesendur gæti þess að dómur sá er kveðinn upp í miðri borgara- styrjöldinni, þegar holsévikar þurftu að einbeita öllum kröftum sínum til að verjast samstilltum árásum hvít- liða og hinna miklu vestrænu lýð- ræðisríkja, Breta, Frakka og Banda- ríkjamanna. Skipulagning þeirrar varnar ein út af fyrir sig hefur löng- um verið talin sönnun um framúrskar- andi „gáfur“ og „hæfileika“ þeirra sem stóðu fyrir byltingunni 1917. Hugarfar þess manns sem kveður upp slíkan dóm er erfitt að kenna við annað en óheilindi. Athugum nú skapgerð Sívagós frá nokkuð nasrgöngulla sjónarmiði. Höfundur neyðir upp á lesandann þeirri skoðun sinni að Sívagó sé göfuglyndur hugsjónamaður. Hann er svo göfuglyndur að hann er nærri orðinn byltingarsinni. En við höfum þegar séð hversu göfuglyndisákvarð- anir hans eru endingarlillar, og þær virðast þó kosta hann allmikla áreynslu. „Fullorðinn maður á að bíta á jaxlinn og sætta sig við örlög lands síns,“ segir Sívagó á einum stað (bls. 175); ef farið er eftir frönsku þýðingunni ætti að standa: taka þátt í örlögum lands síns), og mann grunar að hann hafi orðið að bíta fast á jaxlinn til að bera fram þessi orð. Að minnsta kosti er honum nóg að hafa sagt þau, og flýr sem mest hann má „örlög lands síns“. Almenn málefni vekja reyndar að- eins takmarkaðan áhuga með Júrí og öðrum persónum bókarinnar. Hann verður ókvæða við þegar Líveri er að reyna að skýra honum frá loka- sigri Rauðahersins á hvítliðum; þeirri fræðslu víkur liann á bug með fyrirlitningu, slíkir atburðir eru fyr- ir neðan virðingu hans. í öðrum kafla er skýrt frá því á næsta kátlegan hátt að Júrí og Lara hafi sömuleiðis „engan minnsta áhuga á“ „framtíðar- möguleikum Asíu“, o. s. frv. Hvert beinist þá áhugi Sívagós? Hann er í fyllsta skilningi egósentr- ískur persónuleiki, og bundinn sínu einkalífi og fjölskyldu sinnar. Til- 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.