Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 105
PASTERNAK OG SÍVAGÓ
finningasenii höfundar um allt það
sem lýtur að fjölskyldulífi hlýðir eng-
um hömlum: „Þetta var hinn eini
raunveruleiki, takmark allrar leitar
og reynslu, þetta var það sem listin
miðaði að — heimkoman til ástvin-
anna, til sjálfs síns, til hins sanna
lífs,“ hugsar Sívagó á leiðinni heim
til sín. (Bls. 163.) Það er feiki at-
hyglisvert hversu mjög Pasternak
elskar hversdagsleika borgaralegs
lífs. — Hann leyfir sér t. d. það sem
er sennilega einsdæmi i alvarlegum
bókmenntum síðan um 1800, að segja
frá hlægilegum smáborgarasamtölum
án nokkurs háðbrodds. í byrjun
sjötta kafla er okkur t. d. sýnd mynd-
in af því „sanna lífi“, þeim „eina
raunveruleika“ sem Sívagó var rétt
áður að dásama. Þar og annarsstaðar
í bókinni vottar ekki fyrir neinum
skopdrætti í lýsingunni á þeirri fjas-
miklu, æðrufullu, algerlega hvers-
dagslegu og óaðlaðandi persónu sem
er kona Sívagós.
Nei Sívagó er enganveginn maður
sem tekur þátt í örlögum lands síns.
En hann er fús til að segjast gera það.
Orðin ein eru honum jafngildi at-
liafna. Hann er maður sem hengir sig
í orð og lætur þar við sitja. A hinn
bóginn er honum athöfn óframin ef
hún er ekki nefnd á nafn. Jafnsaklaus
maður og hreinlyndur ogkristinn sem
Sívagó fremur t. d. ekki hór, þ. e. a. s.
hann nefnir ekki hórdóin sinn hór-
dóm. Bls. 309: „Hafði hann verið
henni [: konu sinni] ótrúr vegna þess
að hann tæki raunverulega aðra fram
yfir hana? Nei, hann hafði ekki gert
neinn samanburð, ekki valið á rnilli
þeirra. Hann trúði ekki á „frjálsar
ástir“ eða „rétt“ til að láta hrífast af
munúð sinni. Að tala eða hugsa þann-
ig fannst honum auvirðilegt.“ (I
frönsku þýðingunni stendur: Að tala
eða hugsa um þessi efni fannst hon-
um auvirðilegt.)
Sívagó er vægur við sjálfan sig þó
hann sé óvægur við byltinguna. Hann
skortir ekki afsakanir á gerðum sín-
um. Á bls. 291 spyr hann sig eftirfar-
andi spurningar (sem er því miður
mjög þokukennd í íslenzku þýðing-
unni; ég snara henni eftir frönsku út-
gáfunni):
Hvað aftrar inér frá aS starfa sem læknir
eða rithöfundur? Ég held að það sé livorki
um að kenna skortinum, né flökkulífi okk-
ar, né Iiverfulleikatilfinningunni sem allar
þessar breytingar vekja með mér, lieldur
miklu fremur tíðarandanum, þessum hátíð-
leika sem er svo útbreiddur: orð eins og
„dagsbrún framtíðarinnar“; „mótun nýs
heims“; „blys mannkynsins". Þegar mað-
ur heyrir þessi orð hugsar maður fyrst:
hversu stórfenglegt ímyndunarafl, hvílíkt
ríkidæmi! En þegar gætt er nánar að kem-
ur í ljós að hátíðleikinn er aðeins til þess
að liylja gáfnaleysið.
Sívagó þolir sem sé ekki háfleyga
tnælsku byltingarmannanna. Það er
sízt nokkuð athugavert við að mönn-
um falli illa orðskrúð og uppblásinn
stíll. Andúðin á hátíðleika virðist
295