Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fugla sem urðu mér fjötur um fót og græddu sár mín með hrími, sár vesæll- ar konu, og ungrar stúlku, sem eldurinn hafði kysst. Mér var það þvert uin geð; ég segi þér satt: mér var það þvert um geð! Ég hafði valið mér son þinn, og ég hef ekki dregið hann á tálar, en hinn hreif mig með sér eins og holskefla, eins og múldýrs höfuð, og það hefði hann alltaf, alltaf, alltaf gert, hversu gömul sem ég hefði orðið, og þó að öll börn sonar þíns hefðu hangið í hári mínu! (Grannkonan kemur inn.J móðirin: Hvorug okkar á sök á því! (Háðslega.) En hver á þá sökina? Kona sem fleygir frá sér blómgaðri appelsínugrein til þess eins að geta hagrætt sér um stund í volgri hvílu annarrar konu, sú kona hlýtur að vera eigingjörn og veiklunduð og eiga bágt með svefn? brúðurin: Þegiðu, þegiðu! Hefndu þín! Hér er ég komin. Sjáðu hve ég hef mjúkan háls; hnífurinn bítur betur á hann en blómin í garði þínum. En ég er ekki eins og þú lýsir mér! Ég er hrein, hrein eins og nýfætt barn. Og nægilega viljasterk til að færa sönnur á það. Kveiktu eld. Við skulum stinga höndum okkar í eldinn, þú fyrir son þinn, ég fyrir likama minn. Þú munt verða fyrri til að kippa að þér hendinni. (Ný grannkona bœtisl í hópinn.) MÓðirin: Hvað varðar mig um það, hvort þú ert óspjölluð? Hvað varðar mig um það, hvort þú lifir eða deyrð? Allt, allt, allt er mér óviðkomandi. Lofað sé kornið af því synir mínir hvíla undir því. lofað sé regnið af því það vökv- ar látnar ásjónur þeirra. Lofaður sé Guð, sem safnar okkur til sín og veitir okkur frið. (Enn bœlist ný grannkona í hópinn.) brúðurin: Leyfðu mér að gráta með þér. móðirin: Gráttu. En í dyrunum. (Telpan kemur inn. Brúðurin stendur í dyrunum. Móðirin á sviðinu miðju.) kona leonardos (kemur inn og gengur vinstra megin á sviðið.) Fríður var hann á fáknum, fönn er nú sem hráðnar. Fór um fjöll og byggðir, faðmaði ungar meyjar. Krýnt er nú ennið kalda köldum dýjamosa. 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.