Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 75
ARTURO BAREA
Lorca, skáldið og þjóð hans
Hér fara á eftir nokkrir útdrættir úr kók Barea um García Lorca. Bók þessi
er skrifuð á stríðsárunum og mun fyrst hafa verið gefin út á Englandi, en
þar dvaldist höfundurinn að mestu eftir hrun spænska lýðveldisins. Arturo
Barea var skáldsagnahöfundur, og eru bækur hans þýddar á mörg tungu-
mál.
Við, sem fæddumst á Spáni áratug-
inn fyrir aldamótin síðustu,
urðum stjúpbörn þjóðfélags er var
þjakað af langvinnri kreppu. Strax í
bernsku skynjuðutn við áhrif þeirra
margföldu vonsvika, er kvöldu for-
eldra okkar og vini þeirra. Vonleysið
og fátæktin gerðu marga úfna og
bitra í skapi. Við ólumst upp í þjóð-
félagi, sem barðist við fátækt og van-
mátt, samtímis því að aðrar þjóðir
Evrópu virtust stefna rakleitt að vel-
megun og öryggi.
Um 1898 hafði Spánn misst allt:
bann liafði glatað skammlífri von
sinni um samfylgdina við lýðræðisöfl
Evrópu, og síðatt hafði hann glatað
leifunum af heimsveldi sínu í hinni
hörmulegu Kúbustyrjöld. Þetta lim-
lesta ríki hjarði nú á erlendum okur-
lánum, sem það greiddi með því að
afhenda kopar og járn í framandi
hendur, með því að veðsetja járn-
brautir sínar og selja vatnsaflið út-
lendingum. Iðnaður fyrirfannst ekki
á Spáni þegar nútímastóriðja tók að
eflast í Evrópu og Ameríku. Frjósöm
en vanhirt jörðin gaf næstum ekkert
af sér. Þjóðina skorti brauð. Landið
var hrjáð af jarðskálftum, farsóttum
og flóðum, og ráðþrota almúginn hélt
að heimsendir væri í nánd. Einveldið,
sem var í höndunt kokhraustra hers-
höfðingja og slyngra stjórnmála-
braskara, var orðið að pestsmituðu
líkhúsi.
Beztu rithöfundar og skáld þessa
tímabils leituðust við að sníða hinni
áleitnu vonleysiskennd raunhæfan
búning, og að skýra hana og sigrast
á henni. Valle-Inclán, Galdós, Una-
muno, Azorín urðu forystumenn
þeirrar andlegu- og þjóðfélagslegu
sjálfsgagnrýni, sem kennd er við
„kynslóðina frá 98“. Sú hreyfing hef-
ur markað djúp spor í andlegt líf
265