Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 121
FRA ÞYZKU FRIÐ ARN E FN DINNI
mæli, eftir því sem réttarhöldin lengjast, að
ákærendum, sem sanna að frá Bonn ganga
þeir straumar sem spilla alþjóðlegu sam-
komulagi og elda undir hatri gegn öðrum
þjóðum og ríkjum. Vestur-Þýzkaland er nú
kæliklefi kalda stríðsins í Evrópu, og getur
orðið gróðrarstía hættulegra ögrana.
Einkennandi fyrir hin hneykslisverðu
málaferli í Diisseldorf er sú staðreynd að
Sambandsrétturinn hefur verið í sjö ár (!)
að undirbúa ákæruna. Lögfræðingar hafa
lýst yfir því að þetta klastur hins opinhera
saksóknara væri fyrirmyndardæmi um af-
bakanir og falsanir. Vitni saksóknarans eru
fiest lögreglunjósnarar, sem hafa verið
sendir inn í friðarhreyfinguna til að vinna
henni tjón. A fyrstu dögum vitnaleiðslunn-
ar hurfu fjórir þessara ljósfælnu kumpána.
Þeir létu leggja fram læknisvottorð í rétt-
inum og sögðust ekki geta komið til yfir-
heyrslu.
Ilinn vesturþýzki áróður heldur því statt
og stöðugt fram að dómarar Bonn-ríkisins
séu óháðir og taki ekki við neinum fyrir-
mælum frá stjórninni. Það er þó óhrekjandi
að svívirðingar um friðarhreyfinguna, út-
breiddar af hermálaráðherranum Strauss
og innanríkisráðherranum Schröder (áður
tryggur Hitlers-sinni) hafa verið teknar orð-
rétt upp í ákæruna.
Fulltrúum vesturþýzka ríkisins er gjarnt
að koma fram í suðuramerískum löndum
sem postular hins „frjálsa heims“. I Vestur-
Þýzkalandi eru skoðanafrelsinu hinsvegar
settar æ þrengri skorður. I öllum opinber-
um embættum tróna menn sem ættu fremur
heima á bekk sakborninga, sökum glæpa-
fortíðar sinnar, heldur en í ábyrgðarmikl-
um stöðum. (Það mætti nefna ráðherrann
Theo Oberlander sem tók beinan þátt í
morðum Gyðinga og Pólverja í borginni
Lvov.)
Sá sem er hlynntur friðnum ætti að finna
til samúðar með sakborningunum í Dussel-
dorf. Að mótmæla friðarspillunum, hvar í
heimi sem er, er nú boðorð velviljaðra
manna um öll lönd.
Menn mega ekki láta það viðgangast að
formælendur skynsamlegrar stjórnmála-
stefnu í Vestur-Þýzkalandi séu keflaðir.
Það er einmitt takmarkið með réttarhöld-
uniim í Diisseldorf. Það er ætlast til að þau
endi með „prófmálsdómi", sem mundi stöð-
ugt ógna sérhverjum friðarvini í Þýzka
sambandslýðveldinu eins og Damoklesar-
sverð, á svipaðan hátt og á Hitlerstímun-
um, þegar sérlegir dómstólar felldu einnig
slíka dóma, sem síðan voru sífellt þyngdir
og notaðir af algeru handahófi gegn þús-
undum saklausra manna.
Þessu áldaupi gegn friðnum verður að
hrinda. Friðurinn verður einnig í Vestur-
Þýzkalandi að sigra stríðið.
Heinz Willmann,
aðalritari þýzku friðarnefndarinnar.
311