Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 93
l'ASTERNAK OG SÍVAGÓ aðferð höfundar að setja saman sög- una úr ótal brotum og smámyndum, sem ekki verða að heild. A fyrrnefnda atriðið mun ég drepa aftar í þessari grein, en mig langar til að taka það síðarnefnda til athugunar fyrst. » Boris Pasternak er eitt frægasta ljóðskáld okkar tíma. Ritaskrá hans fram til 1957 er, með fáeinum undan- tekningum, samansett af ljóðabóka- titlum. Ljóð hans eru, að því er dæmt verður eftir þýðingum, frumleg í strangasta skilningi; hann telst til þeirra tiltölulega fáu skálda sem upp- runaleikinn er frumgerandi skáld- skapar þeirra. Oft má segja að þessi upprunaleiki felist í einum tóni, ef svo mætti að orði komast, blæbrigð- um einnar tegundar, eða einu ákveðnu sjónarhorni sem þessi skáld horfa úr á lífið, hafa „fundið“ einir allra og víkja ekki þaðan síðan. Frumleikinn á hæsta stigi virðist sem sagt oft vera bundinn þröngu sviði; hin frumlegu skáld eru ekki alltaf víðfeðm, hinum allra frumlegustu hættir til að snúast kringum einn púnkt. Ef mér missýnist ekki — og hætt- an á missýn er að vísu mikil þegar ekki verður stuðzt við annað en þýð- ingar -— hefur skáldskapur Paster- naks verið þessu marki brenndur. Tækni hans er afar athyglisverð, en þegar maður gætir betur að kemur í ljós að sú tækni byggist sennilega á fáeinum formúlum. Ég mun ekki reyna að skilgreina skáldskap Paster- naks, en það er óhætt að segja að höfuðviðleitni lians beinist í sömu átt og svo margra annarra ljóðskálda nú á tímum: að segja hið ósegjanlega. Til þess notar hann meðal annars þá tækni sem Frakkinn Yves Berger hef- ur kallað „tækni leiftursins“:1 fá skáld hafa gengið jafnlangt í því og Pasternak að spenna boga ljóðlistar- innar milli tveggja fjarlægra skauta í von um að sannleikurinn og fegurðin fyndust í samlosti hins óskylda. Það virðist augljóst að höfundur sem alla ævi hefur lagt stund á að leita í hugskoti sínu að því sem er vindblær og í náttúrunni að því sem er hugblær, og að tjá þetta í þröngu ljóðformi, stendur ekki sérlega vel að vígi til að skrifa skáldsögu, hvað þá epíska skáldsögu. Hann skortir til þess þá þjálfun í hlutlægri útsýn yfir mannlífið, sem er fyrsta nauðsyn skáldsagnahöfundar. Nú er ég ekki að segja með þessu að hið ósegjan- lega geti ekki verið segjanlegt í skáld- sögu. Né heldur hef ég í hyggju að neita tilverurétti svokallaðra ljóð- rænna skáldsagna. En það er óhrekj- anlegt að jafnvel ljóðræn skáldsaga hlýtur að hvíla á grundvelli allt ann- arra lögmála en Ijóð. í sannleika sagt 1 Boris Pasternak, une étude par Yves Berger, París 1958 (Seghers). 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.