Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 93
l'ASTERNAK OG SÍVAGÓ
aðferð höfundar að setja saman sög-
una úr ótal brotum og smámyndum,
sem ekki verða að heild. A fyrrnefnda
atriðið mun ég drepa aftar í þessari
grein, en mig langar til að taka það
síðarnefnda til athugunar fyrst.
»
Boris Pasternak er eitt frægasta
ljóðskáld okkar tíma. Ritaskrá hans
fram til 1957 er, með fáeinum undan-
tekningum, samansett af ljóðabóka-
titlum. Ljóð hans eru, að því er dæmt
verður eftir þýðingum, frumleg í
strangasta skilningi; hann telst til
þeirra tiltölulega fáu skálda sem upp-
runaleikinn er frumgerandi skáld-
skapar þeirra. Oft má segja að þessi
upprunaleiki felist í einum tóni, ef
svo mætti að orði komast, blæbrigð-
um einnar tegundar, eða einu
ákveðnu sjónarhorni sem þessi skáld
horfa úr á lífið, hafa „fundið“ einir
allra og víkja ekki þaðan síðan.
Frumleikinn á hæsta stigi virðist sem
sagt oft vera bundinn þröngu sviði;
hin frumlegu skáld eru ekki alltaf
víðfeðm, hinum allra frumlegustu
hættir til að snúast kringum einn
púnkt.
Ef mér missýnist ekki — og hætt-
an á missýn er að vísu mikil þegar
ekki verður stuðzt við annað en þýð-
ingar -— hefur skáldskapur Paster-
naks verið þessu marki brenndur.
Tækni hans er afar athyglisverð, en
þegar maður gætir betur að kemur í
ljós að sú tækni byggist sennilega á
fáeinum formúlum. Ég mun ekki
reyna að skilgreina skáldskap Paster-
naks, en það er óhætt að segja að
höfuðviðleitni lians beinist í sömu átt
og svo margra annarra ljóðskálda nú
á tímum: að segja hið ósegjanlega.
Til þess notar hann meðal annars þá
tækni sem Frakkinn Yves Berger hef-
ur kallað „tækni leiftursins“:1 fá
skáld hafa gengið jafnlangt í því og
Pasternak að spenna boga ljóðlistar-
innar milli tveggja fjarlægra skauta í
von um að sannleikurinn og fegurðin
fyndust í samlosti hins óskylda.
Það virðist augljóst að höfundur
sem alla ævi hefur lagt stund á að
leita í hugskoti sínu að því sem er
vindblær og í náttúrunni að því sem
er hugblær, og að tjá þetta í þröngu
ljóðformi, stendur ekki sérlega vel að
vígi til að skrifa skáldsögu, hvað þá
epíska skáldsögu. Hann skortir til
þess þá þjálfun í hlutlægri útsýn yfir
mannlífið, sem er fyrsta nauðsyn
skáldsagnahöfundar. Nú er ég ekki
að segja með þessu að hið ósegjan-
lega geti ekki verið segjanlegt í skáld-
sögu. Né heldur hef ég í hyggju að
neita tilverurétti svokallaðra ljóð-
rænna skáldsagna. En það er óhrekj-
anlegt að jafnvel ljóðræn skáldsaga
hlýtur að hvíla á grundvelli allt ann-
arra lögmála en Ijóð. í sannleika sagt
1 Boris Pasternak, une étude par Yves Berger, París 1958 (Seghers).
283