Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR III Hr. forsætisráðherra, Hermann Jónasson, 19. febrúar 1958 Forsætisráðuney tinu. Við álitsgerð Hagfræðinganefndarinnar um „Fjáröflun og fjármagnsþörf fjárfestingarsjóða og sérstakra framkvæmda" vil ég gera þessar athugasemd- ir: 1. í greinargerðinni segir: „Það er höfuðatriði í lausn efnahagsvandamál- anna, að sérhver verðbólguáhrif frá ríkissjóði, fjárfestingarsjóðunum, sér- stökum framkvæmdum og bönkunum hverfi. An þess eru aðrar aðgerðir, svo sem breyting gengisskráningar, haldlausar.“ Þótt takmörkun lánaútþenslunnar til stöðvunar verðbólgunni skipti að sjálfsögðu miklu máli, virðist mér hitt vera höfuðatriði í lausn efnahags- vandamálanna að finna leiðir til að auka raunverulegar tekjur á mann. Ef það tekst ekki, mun þrýstingur á kaupgjald aukast og verðbólga magnast. Við þær aðstæður mundi breyting á skráningu gengisins tæpast bæta rekstrar- afkomu sjávarútvegsins nema eitt ár eða svo. 2. í greinargerðinni segir enn: „Á árunum 1958—1960 mun fjárfestingar- sjóðina og binar sérstöku framkvæmdir, sem hér er rætt um, skorta allmikið fé til þeirra áætlana og framkvæmda, sem ráðgerðar hafa verið .. .“ Við áætlun fjárþarfa fjárfestingarsjóðanna næstu þrjú ár sýnist mér það vera hæpið að leggja til grundvallar þær hugmyndir, sem nú eru uppi um framkvæmdir á vegum sjóðanna. Allar skipulegar ráðstafanir til aukningar þjóðarteknanna mundu krefjast áætlunar um notkun fjárfestingarfjár lands- manna. Margt bendir til, að í slíkri áætlun yrði gert ráð fyrir öðrum fram- kvæmdum en þeim, sem nú eru á döfinni. Vafasamt virðist þess vegna að miða fjárþörf sjóðanna við núverandi ráðagerðir um framkvæmdir. 3. Mér kemur það undarlega fyrir sjónir, þegar verðáhrif fjárfestingar- framkvæmda eru flokkuð eftir því, hvernig fjár til þeirra er aflað. Ég held, að öllu eðlilegra sé að miða við verðlagsáhrif heildarfjárfestingar, þar eð verð- áhrif hverrar einstakrar framkvæmdar eru komin undir, hve miklar aðrar framkvæmdir eiga sér jafnframt stað. Ef heildarfjárfesting er svo mikil, að hún ýti undir verðbólgu, ætti að skera niður þá fjárfestingu, sem sízt er þörf. 4. Mér finnst of skammt gengið að láta umrætt fjárfestingareftirlit aðeins ná til framkvæmda stjórnarvaldanna. Ég tel að þess háttar eftirlit, hvernig sem því væri hagað, þyrfti að ná til allrar fjárfestingar. Með sérstakri virðingu, (Undirskrift.) 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.