Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
III
Hr. forsætisráðherra, Hermann Jónasson, 19. febrúar 1958
Forsætisráðuney tinu.
Við álitsgerð Hagfræðinganefndarinnar um „Fjáröflun og fjármagnsþörf
fjárfestingarsjóða og sérstakra framkvæmda" vil ég gera þessar athugasemd-
ir:
1. í greinargerðinni segir: „Það er höfuðatriði í lausn efnahagsvandamál-
anna, að sérhver verðbólguáhrif frá ríkissjóði, fjárfestingarsjóðunum, sér-
stökum framkvæmdum og bönkunum hverfi. An þess eru aðrar aðgerðir, svo
sem breyting gengisskráningar, haldlausar.“
Þótt takmörkun lánaútþenslunnar til stöðvunar verðbólgunni skipti að
sjálfsögðu miklu máli, virðist mér hitt vera höfuðatriði í lausn efnahags-
vandamálanna að finna leiðir til að auka raunverulegar tekjur á mann. Ef
það tekst ekki, mun þrýstingur á kaupgjald aukast og verðbólga magnast. Við
þær aðstæður mundi breyting á skráningu gengisins tæpast bæta rekstrar-
afkomu sjávarútvegsins nema eitt ár eða svo.
2. í greinargerðinni segir enn: „Á árunum 1958—1960 mun fjárfestingar-
sjóðina og binar sérstöku framkvæmdir, sem hér er rætt um, skorta allmikið
fé til þeirra áætlana og framkvæmda, sem ráðgerðar hafa verið .. .“
Við áætlun fjárþarfa fjárfestingarsjóðanna næstu þrjú ár sýnist mér það
vera hæpið að leggja til grundvallar þær hugmyndir, sem nú eru uppi um
framkvæmdir á vegum sjóðanna. Allar skipulegar ráðstafanir til aukningar
þjóðarteknanna mundu krefjast áætlunar um notkun fjárfestingarfjár lands-
manna. Margt bendir til, að í slíkri áætlun yrði gert ráð fyrir öðrum fram-
kvæmdum en þeim, sem nú eru á döfinni. Vafasamt virðist þess vegna að miða
fjárþörf sjóðanna við núverandi ráðagerðir um framkvæmdir.
3. Mér kemur það undarlega fyrir sjónir, þegar verðáhrif fjárfestingar-
framkvæmda eru flokkuð eftir því, hvernig fjár til þeirra er aflað. Ég held, að
öllu eðlilegra sé að miða við verðlagsáhrif heildarfjárfestingar, þar eð verð-
áhrif hverrar einstakrar framkvæmdar eru komin undir, hve miklar aðrar
framkvæmdir eiga sér jafnframt stað. Ef heildarfjárfesting er svo mikil, að
hún ýti undir verðbólgu, ætti að skera niður þá fjárfestingu, sem sízt er þörf.
4. Mér finnst of skammt gengið að láta umrætt fjárfestingareftirlit aðeins ná
til framkvæmda stjórnarvaldanna. Ég tel að þess háttar eftirlit, hvernig sem
því væri hagað, þyrfti að ná til allrar fjárfestingar.
Með sérstakri virðingu,
(Undirskrift.)
246