Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 90
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
orðanna hljóðan en þeim hughrifum
sem þau vekja. Orðin segja frá harmi
og ógn dauðans. En af því Spánverj-
ar hafa sína eigin heimspekilegu
skoðun á dauðanum, misjafnlega
ljósa en þeim ætíð meðvitaða, verður
þeim andlegur styrkur að hugrekki
Lorca, sem horfist í augu við dauð-
ann án þess að draga á hann nokkra
dul. Skáldskapur hans hvetur þá til
að ná valdi á dauðanum, verða meiri
en sjálfur dauðinn. Þeir lesa úr hon-
um þá sannfæringu, að maðurinn
geti sigrazt á persónulegum dauða
sínum þótt hann deyi -— hvort sem til
er framhaldslíf eða ekki, hvort sem til
er guðlegur dómstóll eða ógnarvald
dauðans er óskorað. Þannig hvetur
Lorca landa sína til að lifa heiðar-
lega og hvorki lúta dauðanum né
gleyma honum.
Mér virðist að hér sé fólgin skýr-
ingin á því — eða ein skýring af
mörgum—að evrópskir menntamenn,
sem urðu fyrir áhrifum af spænsku
borgarastyrjöldinni, hafa laðazt svo
mjög að skáldskap Lorca. Hinn and-
fasíski áróður sæmdi hann að vísu
hetjunafnbót, og það stuðlaði að því
— eða öllu heldur dauði hans — að
opna hugi margra fyrir skáldskap
hans. Að sjálfsögðu hlutu hinar
snjöllu (en oft misskildu) ljóðmynd-
ir hans, hljómfegurð kvæðanna og
innileiki, að vekja athygli þeirra sem
lásu spænsku, eða sáu þær fáu þýð-
ingar af ljóðum hans sem birzt hafa
til þessa, einkum af því, að hjá hon-
um þóttust þeir finna skapandi við-
leitni að smíða saman gömul og ný
ljóðteikn í listræna heild.
En ég held að til sé önnur skýring.
Frá upphafi spænsku borgarastyrj-
aldarinnar og til þessa dags hafa
Evrópubúar horft á flóðbylgju stríðs-
ins rísa. 011 menning þeirra hefur af-
neitað þessum ógnþrungna dauða,
sem ekki varð dulinn. Uppeldi þeirra
meinaði þeim að líta á dauðann öðru.
vísi en sem viðkvæmt feimnismál.
Varnirnar komu að haldi, en æ fleiri
sprungur leyndust í flóðgarðinum.
Þegar við Spánverjar háðum okkar
styrjöld gátu stríðsfréttaritararnir
enn skorazt undan því að segja frá
limlestum líkum, „af því fólk kærir
sig ekki um að lesa um slíkt við
morgunverðarborðið“. En síðar
hrönnuðust blóðskýin yfir álfunni,
og þeir sem ekki gátu lokað augunum
fyrir þeim, skáldin og hinir heil-
skyggnari meðal menntamannanna,
urðu að búa sig undir þolraun sem
ekki varð umflúin. Hvernig gátu þeir
þjálfað sig í að horfa á þessar hrylli-
Iegu sýnir án þess að verða „sjúk-
legir“?
Þeim lærðist það, og nú horfast
þeir í augu við þær á sinn hátt.
En Federico García Lorca, Spán-
verjinn, sem helgaði sér alla eðlis-
þætti þjóðar sinnar og sameinaði
harmsögu hennar sinni eigin þján-
ingu til að geta gengið á hólm við
280