Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 9
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON
Tveir djúpfirðingar hefna sín
Söguþáttur
Hver kallaði á mig í Austurstræti
eitt góðviöriskvöld í annarri
eða þriðju viku vetrar, þegar ég ætl-
aði að fara að snúa kafla í framhalds-
sögu Blysfara, hver nema ungur sjó-
maður frá Djúpafirði, jafnaldri minn
og fermingarbróðir, Ásmundur Ei-
ríksson, forðum mikilsvirtur flug-
drekastjóri og aflakóngur á mar-
hnútaveiðum.
Palli! sagði hann.
Mundi! sagði ég.
Hann steig ölduna og brosti dálítið
annarlega, en virtist þó jafnfeginn að
hitta mig eins og ég hann. Seinast
þegar fundum okkar bar saman, ein-
hverntíma á útmánuðum, var hann
nýbúinn að fá bréf frá fólkinu sínu
og sagði mér ýmsar fréttir að heim-
an, — það stæði til að lengja bryggj-
una, Unndóra ætti í brösum við odd-
vitafrúna, Katrín í Kambhúsum þætt-
ist hafa séð draug, Gísli læknir hefði
enn stillt höfuðkvalirnar í konu Jóa-
kims, dregið tvo fiska úr hlustinni á
henni, skötu og steinbít. Hann sagði
mér ennfremur, að hann kynni vel
við sig og hefði talsvert upp úr sér á
togaranum, sem hann hafði verið svo
heppinn að komast á nokkru fyrir
áramót. Loks spurði hann laundrjúg-
ur, hvort ég tæki ekki eftir neinu. En
þegar ég tók ekki eftir neinu, benti
hann mér á hring á græðifingri og
sýndi mér ljósmynd af unnustu sinni,
búlduleitri og gerðarlegri stúlku,
sunnlenzkri bóndadóttur, vinnukonu
hjá kaupmannshjónum vestur í bæ.
Þau höfðu sett upp hringana kvöldið
áður og afráðið um leið að ganga í
það heilaga jafnskjótt og hann væri
búinn að draga saman nokkurt fé, í
síðasta lagi að ári.
Hvað segirðu þá? spurði ég og
þokaðist með fermingarbróður mín-
um vestur strætið, framhjá húsinu,
þar sem ensk sakamálasaga beið þess,
að ég tæki skorpu í að snúa henni, ef
ég hygðist þreyta mig vandlega undir
svefninn.
Fermingarbróðir minn var seinn
til svars. 0 ekkert sosum, tautaði
hann einhvernveginn ódjarflega, en
hnykkti skoljörpu hárinu frá enni sér
í næstu andrá og bætti við í dimmum
rómi: Fjandann ætli maður segi!
199