Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 9
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON Tveir djúpfirðingar hefna sín Söguþáttur Hver kallaði á mig í Austurstræti eitt góðviöriskvöld í annarri eða þriðju viku vetrar, þegar ég ætl- aði að fara að snúa kafla í framhalds- sögu Blysfara, hver nema ungur sjó- maður frá Djúpafirði, jafnaldri minn og fermingarbróðir, Ásmundur Ei- ríksson, forðum mikilsvirtur flug- drekastjóri og aflakóngur á mar- hnútaveiðum. Palli! sagði hann. Mundi! sagði ég. Hann steig ölduna og brosti dálítið annarlega, en virtist þó jafnfeginn að hitta mig eins og ég hann. Seinast þegar fundum okkar bar saman, ein- hverntíma á útmánuðum, var hann nýbúinn að fá bréf frá fólkinu sínu og sagði mér ýmsar fréttir að heim- an, — það stæði til að lengja bryggj- una, Unndóra ætti í brösum við odd- vitafrúna, Katrín í Kambhúsum þætt- ist hafa séð draug, Gísli læknir hefði enn stillt höfuðkvalirnar í konu Jóa- kims, dregið tvo fiska úr hlustinni á henni, skötu og steinbít. Hann sagði mér ennfremur, að hann kynni vel við sig og hefði talsvert upp úr sér á togaranum, sem hann hafði verið svo heppinn að komast á nokkru fyrir áramót. Loks spurði hann laundrjúg- ur, hvort ég tæki ekki eftir neinu. En þegar ég tók ekki eftir neinu, benti hann mér á hring á græðifingri og sýndi mér ljósmynd af unnustu sinni, búlduleitri og gerðarlegri stúlku, sunnlenzkri bóndadóttur, vinnukonu hjá kaupmannshjónum vestur í bæ. Þau höfðu sett upp hringana kvöldið áður og afráðið um leið að ganga í það heilaga jafnskjótt og hann væri búinn að draga saman nokkurt fé, í síðasta lagi að ári. Hvað segirðu þá? spurði ég og þokaðist með fermingarbróður mín- um vestur strætið, framhjá húsinu, þar sem ensk sakamálasaga beið þess, að ég tæki skorpu í að snúa henni, ef ég hygðist þreyta mig vandlega undir svefninn. Fermingarbróðir minn var seinn til svars. 0 ekkert sosum, tautaði hann einhvernveginn ódjarflega, en hnykkti skoljörpu hárinu frá enni sér í næstu andrá og bætti við í dimmum rómi: Fjandann ætli maður segi! 199
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.