Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 24
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON
Ræða
jlutt á bókmenntakynningu til heiSurs Jóhannesi úr Kötlum sextugum
ÓÐIR tillieyrendur.
I allri umsögn um list, hverrar
tegundar sem er, úir og grúir af mót-
sögnum. Einn segir það vera list að
lyfta hversdagsleikanum til himins og
láta hann skína þar forkláraðan, meS-
al sólar og stjarna. ASrir fást aftur
móti ekki til þess aS gerast hirSmenn
í sölum hinnar rómantísku upphafn-
ingar, en telja hana skrum eitt og
skjal. ÞaS eitt er list, segja þessir
sömu menn, aS nekja sannleikann um
menn og mál, unz hann stendur fyrir
skoSendum án fíkjublaSs. — Þetta er
hin eldgamla deila milli ríkjanna
tveggja, sem kennd eru viS rómantík
og raunsæi. Um aldir hafa menn háS
þar reipdrált mikinn yfir landamær-
in, og þaS sem öSrurn hópi dráttar-
manna hafSi áunnizt í gær, því hefur
hann tapaS í dag. En fyrir því er ég
aS minnast á þetta, aS fyrir mér er list
þaS eitt sem talar til hjarta míns, og
skapendur þess mega átölulaust af
mér, eiga þegnrétt sinn í þessu ríki
eSa hinu. Og þó skal ekki gengiS fram
hjá þeirri staSreynd, aS eitt ert þú og
annaS er ég. ÞaS sem ef til vill snertir
þig inn í innstu kviku, getur látiS mig
ósnortinn meS öllu, og þaS sem mér
er skemmtan góS, getur veriS þér
leiSindin einber. — Form, túlkun,
efniS sjálft, tíminn, höfundur, viS-
takendur, allt kemur til greina og á-
lita. Ekkert er eins afstætt og list. AS-
eins eitt er víst: hún er.
Og í rauninni hef ég meS þessum
orSum sögSum, framiS játningu um
vanmátt minn til þess aS tala um
þessa hluti, en ég hef um leiS deilt
byrSinni á bak okkar allra. TakiS við'
ykkar hluta, bræSur mínir og systur.
En hér erum viS öll stödd af einni
orsök: vegna hins góða sonar íslands,
Jóhannesar úr Kötlum. Ekki til þess
aS minnast listar hans og hans sjálfs,
sem einhvers þess, sem dauður er fyr-
ir hundraS árum, lieldur til þess aS
gleðja okkur yfir því að viS eigum
hann enn, ekki til þess að bregða hon-
um á vog eða bera við hann mæli-
stiku, heldur til þess að ganga undir
hönd hans og sjá með augum lians.
Fyrir þrjátíu og þremur árum kom
214