Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 49
SKERPLA
aði sig snöggvast uppi í loftinu eins
og hann ætlaði að láta sig detta, en
hætti við og renndi sér hallfleytt í
stóran sveig niður yfir höfði drengs-
ins.
Það hvein í stélfjöðrunum, nötr-
andi, langdregið eins og þegar ein-
mana hross hneggjar í stóðið. Svo
flaug hann burtu stóran hring: —
Vibb-ibb, vibb-ibb, vibb-ibb!
Drengurinn horfði á hvar hann bar
í bláan vorhimininn.
Sólin gægðist út úr sinni silfurgráu
maríutásu og brosti svo yndislega,
og allt grasið glóði í dögg og allar
sóleyjarnar skinu eins og dálitlir pen-
ingar úr sólarefni, sem dottið hafa
ofan frá himnum.
Já, nú var vorið komið fyrir al-
vöru, — hvað sem hver sagði, ■— þó
ömmu föt fúnuðu, hennar fætur kóln.
uðu og maðkar ætu hennar hold, þó
Brúska væri heimsk og eigingjörn og
hundurinn móðgaður og kötturinn
áræddi ekki út fyrir og lambadrottn-
ingin hefði dáið, — þá var samt kom-
ið vor. Hrossagaukurinn var kominn
og búinn að spá og þarna var nýja
lambadrottningin.
Vorið sjálft var komið með sól og
gras og blóm og lóu, spóa og hrossa-
gauk.
Drengnum fannst geislunum stafa
í gegnum sig. Hann hoppaði jafnfæt-
is nokkrum sinnum og klappaði sam-
an lófunum. Svo steypti hann sér koll-
hnís í döggvotum mosanum. Hann
mátti svo sannarlega ekki vera að því
að vera fullorðinn núna, — það var
svo margt sem þurfti að gera. Hann
þurfti að trylla köttinn svo hann
klifraði upp í snúrustaurinn, — hann
þurfti að klappa hundinum og fá
hann til að leika sér með reiptagls-
spotta allt í kringum bæinn, helzt í
kringum kálgarðinn líka. Hann tók
sprettinn heim og hafði prikið fyrir
hest, svo hann yrði fljótari, — hann
var svo glaður, — gaukurinn hafði
spáð svo vel.
Uppi unaðsgaukur.
239