Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 49
SKERPLA aði sig snöggvast uppi í loftinu eins og hann ætlaði að láta sig detta, en hætti við og renndi sér hallfleytt í stóran sveig niður yfir höfði drengs- ins. Það hvein í stélfjöðrunum, nötr- andi, langdregið eins og þegar ein- mana hross hneggjar í stóðið. Svo flaug hann burtu stóran hring: — Vibb-ibb, vibb-ibb, vibb-ibb! Drengurinn horfði á hvar hann bar í bláan vorhimininn. Sólin gægðist út úr sinni silfurgráu maríutásu og brosti svo yndislega, og allt grasið glóði í dögg og allar sóleyjarnar skinu eins og dálitlir pen- ingar úr sólarefni, sem dottið hafa ofan frá himnum. Já, nú var vorið komið fyrir al- vöru, — hvað sem hver sagði, ■— þó ömmu föt fúnuðu, hennar fætur kóln. uðu og maðkar ætu hennar hold, þó Brúska væri heimsk og eigingjörn og hundurinn móðgaður og kötturinn áræddi ekki út fyrir og lambadrottn- ingin hefði dáið, — þá var samt kom- ið vor. Hrossagaukurinn var kominn og búinn að spá og þarna var nýja lambadrottningin. Vorið sjálft var komið með sól og gras og blóm og lóu, spóa og hrossa- gauk. Drengnum fannst geislunum stafa í gegnum sig. Hann hoppaði jafnfæt- is nokkrum sinnum og klappaði sam- an lófunum. Svo steypti hann sér koll- hnís í döggvotum mosanum. Hann mátti svo sannarlega ekki vera að því að vera fullorðinn núna, — það var svo margt sem þurfti að gera. Hann þurfti að trylla köttinn svo hann klifraði upp í snúrustaurinn, — hann þurfti að klappa hundinum og fá hann til að leika sér með reiptagls- spotta allt í kringum bæinn, helzt í kringum kálgarðinn líka. Hann tók sprettinn heim og hafði prikið fyrir hest, svo hann yrði fljótari, — hann var svo glaður, — gaukurinn hafði spáð svo vel. Uppi unaðsgaukur. 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.