Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 120
TIMARIT MALS OG M ENNINGAR
ógna alvarlega íriðnum í Austurasíu og í
lieiminum. Meðan Jiessum svörtu skýjum er
ekki dreift getur ekki orðið friður i heim-
inum.“
Bréfið endar með áskorun til þjóðþinga
allra landa að gera sér grein fyrir þessum
staðreyndum og draga ályktun af þeim,
sérílagi með því að krefjast þess að Banda-
ríkin flytji heim herlið sitt frá Kóreu.
Frá þýzku friðarnefndinni
ann 10. nóvemher hófust málaferli í
vesturþýzku horginni Diisseldorf, sem
eiga skilið athygli alls heimsins, enda þótt
stjórn vesturþyzka sambandslýðveldisins
hafi ráðlagt þeim blöðum, sem henni eru
undirgefin, að skýra ekki frá réttarhöldun-
um.
Ein kona og sex karlmenn hafa verið
dregin fyrir dóm í Diisseldorf sem fulltrúar
vesturþýzku friðarhreyfingarinnar. Á þau
eru bornar fáránlegar sakir. l>au eiga að
liafa gert sig sek um „leynifélagsstarfsemi",
„forgöngu í félagssamtökum hættulegum
ríkinu“ og „stjórnarskrárbrot".
I>rjú hfnna ákærðu -— Editli Hoereth-
Menge, 72ja ára gömul kennslukona, sem
lengi var fulltrúi sósíaldemókrata á hæjar-
þingi Miinchenborgar; Erwin Eckert, fyrr-
verandi ríkisráðsmaður, og Walter Diehl
dómtúlkur — eru meðlimir heimsfriðar-
ráðsins, og eru kunn víða um lönd fyrir
starfsemi í þágu aukins skilnings meðal
þjóða, friðsamlegrar lausnar allra alþjóð-
legra deilumála, og friðsamlegrar samein-
ingar Þýzkalands. Starf vesturþýzku friðar-
hreyfingarinnar fer fram fyrir opnum tjöld-
um. Allt miðast það að því að hafa áhrif á
almenningsálitið í Vestur-Þýzkalandi, og
að ráðleggja vesturþýzku stjórninni að taka
sanmingstilhoð Þýzka alþýðulýðveldisins í
alvöru og setjast að samningaborði með
stjórninni í Berlín. Vesturþýzka friðar-
hreyfingin og forstöðumenn hennar, sem nú
liggja undir ákæru krefjast vesturþýzks
stuðnings við almenna afvopnun. Framar
i'IIu krefjast þeir að hvorki í austur- né
vesturhluta Þýzkalands verði kjarnorku-
vopn staðsett eða geymd, né heldur verði
notkun þeirra undirhúin þar.
Þeir krefjast þess að bundinn verði endi
á kalda stríðið í Þýzkalandi, og að Þýzka-
land allt verði gert að einu landi, sem frið-
ur stafi af, en ekki hætta fyrir friðinn.
Fyrir þessa starfsemi, en ekki vegna þess
að þeir hafi raunverulega haft í frammi
neitt refsivert atliæfi, á að dæma þessa sjö
sakborninga, en meðal þeirra eru tveir
evangelskir guðfræðingar. Það er engin
furða þó að fjölmörg mótmælabréf berist
sendiráðum Sambandslýðveldisins í mörg-
um löndum, með kröfum um að hinir á-
kærðu friðarsinnar verði sýknaðir og veitt
fnll uppreisn æru. Engin furða þó að marg-
ir útlendingar fylgist með réttarhöldunum
í Dússeldorf. Engin furða þó að D. N. Pritt,
hinn kunni brezki ríkismálafærslumaður,
hafi hraðað sér til Dússeldorfs til að taka
að sér vörn friðarsinnanna sem eiga fang-
elsisdóm yfir höfði sér.
Hinir sjö sakborningar verða í æ ríkari
310