Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 112
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
1905 var fyrsta almenna esperantoþingið
haldið í 13onlogne-Sur-Mer, ]iar sem Zamen-
hof sjálfur var þátttakandi, ásamt Sébert
hershöfðingja frá franska vísindafélaginu,
sálfræðingnum Boirac rektor háskólans í
Dijon, auk 800 hrautryðjenda frá 30 þjóð-
löndttm.
Þetta var fyrsta alþjóðasamkoman, er
einungis notaði esperanto. Þetta var einnig
fyrsta tækifærið fyrir marga þingfulltrúa,
að heyra og tala málið. Menn voru eftir-
væntingarfullir og spurðu sjálfa sig hvern-
ig þessi tilraun tnundi takast og hissa urðu
blaðamennirnir hve fullkomlega menn
skildu hver annan og hversu auðvelt það
virtist í rökræðum.
Ef við berum þing nútímans saman við
þetta fyrsta þing sést að vísn meira sam-
ræmi í framburði nú og hraðmælska mun
meiri, en þá hljómaði málið þó sent lífrænt
mál, einkum af vörunt slavanna.
Dr. Zamenhof, sem franska ríkisstjórnin
gerði að riddara heiðursfylkingarinnar,
undraðist þetta mest sjálfur. Málið, sent
hann hafði í æsku æft með skólabræðrum
sínum í menntaskóla og síðan hafði vaxið
af þeim grunni, hljóntaði nú af vörum þing-
fulltrúanna. En mest mun hann þó hafa
orðið snortinn af bræðralagsandanttm og
hleypidómaleysinu sem einkenndi allt þing-
ið.
Þessum einingar- og jafnréttisanda lýsti
ltann sem fagnaðarríkum athurði í minnis-
stæðri ræðu. Hvað þátttakendur þingsins
snerti urðu þeir fyrir djúpttm áhrifum af
hinni augljósu hógværð Zamenhofs og lítil-
læti, er nálgaðist feimni í fjölmenni. Hann
var ávallt auðmjúkur í anda og vildi eftir-
láta öðrum heiðurinn.
Annað almenna esperantoþingið var
lialdið í Genf 1906; þar lýsti Dr. Zamenhof
hugarkvöl sinni vegna þeirra múgmorða er
nýlega höfðtt atað blóði göturnar í fæðing-
arborg hans, Bjalistok. Þriðja þingið var
haldið í Cambridge 1907 og að því loknu
tók borgarstjórinn í London á móti Dr.
Zantenhof nteð hátíðlegri viðhöfn að við-
stöddu miklu fjölmenni í „Guildhall". Þar
lýsti Zantenhof mismuninum á ættjarðarást
og þjóðrembingi í athyglisverðri ræðu.
Esperantoþingin voru haldin árlega og
alltaf flutti Zamenhof setningarræðu, þar
sent hann skýrði hugsjónir sínar um þolin-
ntæði og mannréttindi á áhrifaríkan hátt.
Eftir 1912 lagði hann niður þessa venju
og ákvað að yfirgefa heiðurssess sinn á
þingunum til þess að geta aftur orðið óháð-
ari fjöldanum með hugðarefni sín. Sið-
fræðivandamál mannkynsins var sívaxandi
áhugamál hans. Hann vildi fela sérstakri
nefnd öll vandamál er vörðuðu málið sjálft,
nteðal annars vísindafélagi málfræðinga og
rithöfunda. Skyldi sú nefnd fylgjast með
eðlilegri þróun málsins og staðfesta ný orð
er þróun tímans krefðist.
A alþjóðaþingi, sem haldið var í London
1911, þar sem kynþáttamál voru til um-
ræðu, lagði Zamenhof fram skýrslu er
studdi álit þeirra vísindantanna er töldu, að
siðir og erfðavenjur aðgreindu mannkynið
á djúpstæðari hátt en hörundslitur og kyn-
ferði.
Þannig valda tungumál og trúarvenjur
mestri aðgreiningu þjóða í milli. Ilann
mælti þess vegna með kennslu hlutlauss
máls og siðfræði er ætti að gilda fyrir allt
mannkyn. Sérhver maður sé trúr móðurmáli
sínu og eigin trúarbrögðum. En í viðskipt-
um við aðrar þjóðir er hlutlaust mál æski-
legt og siðalögmál í samræmi við boðorðið:
„Breyttu viS aðra, eins og ]m vilt aS aSrir
breyti viS þig.“
lleimsstyrjöldin 1914 var grimmilegt áfall
fyrir þenna mikla mannvin. Varsjá var fyrst
hernumin af Rússum og síðar af Þjóðverj-
um, meðan hann var sárþjáður af alvarleg-
um hjartasjúkdómi. „Bréf til stjórnmála-
manna“ skrifaði liann 1916 og lagði þar
302