Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 20
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
an! sagði hann. Held það sé mátulegl
á þær!
Þeim er víst sama um okkur, sagði
ég og fann allt í einu, að annaðhvort
var ég orðinn skrýtinn í fótunum ell-
egar gangstéttin ótrygg í meira lagi,
tekin að dúa eins og naumheldur ís.
Sama um okkur? Fermingarbróðir
minn lauk úr flöskunni í þröngu
sundi og fleygði henni bölvandi inn í
myrkan garð, en dró jafnskjótt aðra
fulla úr vasa sínum, svifti af henni
tappanum og rétti mér. Drekktu Palli,
vertu ekki svona daufur! sagði hann
og færðist allur í aukana: Við skyld-
um hefna okkar í kvöld, slá eins
marga hermenn í rot og við gætum,
sýna þessum yfirgangsseggjum,
kvennabullum og lúsablesum, að við
værurn engir aumingjar!
Mér hraus hugur við líkamlegu of-
beldi. Hvers virði væri slík hefnd?
Hvers virði væri hefnd yfirleitt? Auk
þess yrðum við tafarlaust drepnir,
skotnir eins og hundar. Eg hallaðist
upp að vegg, saup á flöskunni og
vildi ekki fara að neinu óðslega, held-
ur ræða málið. kryfja það til mergjar
hér í sundinu, hvort við værum reiðu-
bðnir að kvéðja þetta jarðlíf.
Fermingarbróðir minn hrifsaði af
mér flöskuna og kallaði mig skræfu:
Þú hefur þá verið að ljúga að mér!
sagði liann. Þú sérð ekkert eftir stelp-
unni!
Það er ekki satt, sagði ég.
Víst! sagði hann. Þú þorir ekki
neitt! Þú ert skíthræddur!
Hann eggjaði mig og brýndi, skip-
aði mér ýmist að þegja eða drekka,
en féllst þó á sumar röksemdir mínar.
Að minnsta kosti vorum við á eitt
sáttir þegar við leiddumst út úr sund-
inu, staðráðnir í að berja á bretum,
en láta þá jafnframt njóta þess, að
þeir áttu i styrjöld við nazista. Við
ætluðum að vera landi og þjóð til
sæmdar, hefna okkar drengilega,
svífa ekki á neinn óviðbúinn, held-
ur greina frá sakargiftum og skora
síðan á hólm. Hann kvaðst skyldu
lesa yfir hausamótunum á kónum,
en ég yrði að túlka, ég væri blaða-
maður.
Þarna koma tveir!
Gatan virtist hafa tilhneigingu til
að sporðreisast undir fótum mér, og
jafnvel húsin rugguðust eins og skip
á öldum, þegar fermingarbróðir
minn hvatti sporið og leiddi mig í veg
fvrir tvo mógráa pilta með byssur
reiddar um öxl. Hann skipaði þeim
höstugur að nema staðar, en ég
reyndi af alefli að standa nokkurn-
veginn uppréttur og byrjaði að
túlka:
Wait a minute! We are Icelanders!
Piltarnir dokuðu við. No whisky,
sagði annar og hristi höfuðið. No
cigarettes, sagði hinn.
Fermingarbróðir minn sótti í sig
veðrið: Helvítis kvikindin ykkar!
210