Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 12
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR hans hefði svikið hann, fleygt í hann hringnum og jafnvel kallað hann slordóna að skilnaði. Honum hafði þótt hún eitthvað skrýtin og afundin, þegar hann var seinast í landi, en samt hafði það ekki hvarflað að hon- um, að hún væri komin í ástandið, farin að leggja lag sitt við hermanns- djöful og þiggja af honum gjafir. Þegar hún fleygði í hann hringnum áðan og kallaði hann slordóna, tók hann eftir ýmiskonar dóti og glingri í herberginu hennar, meðal annars stóreflis karamellustauk og grunsam- legu súkkulaði, enda hafði hún ó- spart gefið honum í skyn, að hún mundi giftast í vetur og flytjast til Englands að vori. Nafnið hennar birtist kannski á prenti einn góðan veðurdag í hjónabandsdálki Morgun- blaðsins, og hvað ætli félagar hans á dallinum segðu, eða fólkið hans heima á Djúpafirði, sem var búið að sýna öllum myndina af henni? Eða Lína í Litlabæ og Katrín í Kambhús- um? Ætli þær yrðu seinar á sér að smjatta á slíkum fréttum? Fermingarbróðir minn beit á jaxl- inn: Ef hann kæmist einhverntíma í færi við þetta kvikindi, þennan her- mannsdjöful, ja sá skyldi fá að snýta rauðu! Við gengum fram og aftur um skuggalegt stræti, dokuðum við í kima hjá vörugeymslu og supum á flöskunni. Ég fór að hughreysta hann — og vissi þá ekki fyrr til en ég var byrjaður að segja honum frá leyni- legri trúlofun okkar Kristínar, að ég hefði orðið fyrir sömu reynslu og hann, misst unnustu mína í ástandið, yndislega stúlku, fallega og góða, nafn hennar hefði þegar birzt á prenti í Morgunblaðinu ásamt nafni her- manns nokkurs frá Liverpool. Hvað segirðu? greip hann fram í fyrir mér. Frá Liverpool? Já, sagði ég. Var hún að gifta sig? Nei, sagði ég og fékk þrengsli í hálsinn: Opinbera. Fermingarbróðir minn steig öld- una og bölvaði í samúðarskyni: Kokkurinn þeirra á dallinum, hann Gvendur, hefði komið til Liverpool í hittiðfyrra og léti illa af borginni og íbúum hennar. Það væru tómir afturkreistingar, fratnaglar og ná- pjásur í Liverpool, verksmiðjubræl- an kafþykk, göturnar ljótar, húsin sótug og skítug, eins og reyndar í flestum enskum borgum, kannski öll- um. Stúlkurnar okkar — nei, þær vissu ekki hvað þær gerðu. Ætli þeim þætti skemmtilegt að búa í ókunnu landi og mega sýknt og heilagt eiga von á loftárásum. Ætli þær yrðu hrifnar til lengdar af þessum delum sínuin, ellegar hrognamálinu, trant- aralýðnum, reykjarfýlunni, sótinu og skítnum. Jæja, fjandinn sjálfur mætti vorkenna þeim í okkar stað: Þetta vildu þær! Verði þeim að góðu! Æjá, sagði ég. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.