Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 12
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
hans hefði svikið hann, fleygt í hann
hringnum og jafnvel kallað hann
slordóna að skilnaði. Honum hafði
þótt hún eitthvað skrýtin og afundin,
þegar hann var seinast í landi, en
samt hafði það ekki hvarflað að hon-
um, að hún væri komin í ástandið,
farin að leggja lag sitt við hermanns-
djöful og þiggja af honum gjafir.
Þegar hún fleygði í hann hringnum
áðan og kallaði hann slordóna, tók
hann eftir ýmiskonar dóti og glingri
í herberginu hennar, meðal annars
stóreflis karamellustauk og grunsam-
legu súkkulaði, enda hafði hún ó-
spart gefið honum í skyn, að hún
mundi giftast í vetur og flytjast til
Englands að vori. Nafnið hennar
birtist kannski á prenti einn góðan
veðurdag í hjónabandsdálki Morgun-
blaðsins, og hvað ætli félagar hans á
dallinum segðu, eða fólkið hans
heima á Djúpafirði, sem var búið að
sýna öllum myndina af henni? Eða
Lína í Litlabæ og Katrín í Kambhús-
um? Ætli þær yrðu seinar á sér að
smjatta á slíkum fréttum?
Fermingarbróðir minn beit á jaxl-
inn: Ef hann kæmist einhverntíma í
færi við þetta kvikindi, þennan her-
mannsdjöful, ja sá skyldi fá að snýta
rauðu!
Við gengum fram og aftur um
skuggalegt stræti, dokuðum við í
kima hjá vörugeymslu og supum á
flöskunni. Ég fór að hughreysta hann
— og vissi þá ekki fyrr til en ég var
byrjaður að segja honum frá leyni-
legri trúlofun okkar Kristínar, að ég
hefði orðið fyrir sömu reynslu og
hann, misst unnustu mína í ástandið,
yndislega stúlku, fallega og góða,
nafn hennar hefði þegar birzt á prenti
í Morgunblaðinu ásamt nafni her-
manns nokkurs frá Liverpool.
Hvað segirðu? greip hann fram í
fyrir mér. Frá Liverpool?
Já, sagði ég.
Var hún að gifta sig?
Nei, sagði ég og fékk þrengsli í
hálsinn: Opinbera.
Fermingarbróðir minn steig öld-
una og bölvaði í samúðarskyni:
Kokkurinn þeirra á dallinum, hann
Gvendur, hefði komið til Liverpool
í hittiðfyrra og léti illa af borginni
og íbúum hennar. Það væru tómir
afturkreistingar, fratnaglar og ná-
pjásur í Liverpool, verksmiðjubræl-
an kafþykk, göturnar ljótar, húsin
sótug og skítug, eins og reyndar í
flestum enskum borgum, kannski öll-
um. Stúlkurnar okkar — nei, þær
vissu ekki hvað þær gerðu. Ætli þeim
þætti skemmtilegt að búa í ókunnu
landi og mega sýknt og heilagt eiga
von á loftárásum. Ætli þær yrðu
hrifnar til lengdar af þessum delum
sínuin, ellegar hrognamálinu, trant-
aralýðnum, reykjarfýlunni, sótinu og
skítnum. Jæja, fjandinn sjálfur mætti
vorkenna þeim í okkar stað: Þetta
vildu þær! Verði þeim að góðu!
Æjá, sagði ég.
202