Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 110
EDMOND I’RIVAT
Dr. L. L. Zamenliof
1859—1959
Hundiiað borgir í Evrópu og Suður-
ameríku hafa nú þegar nefnt ein-
hverja af götum sínum nafni Dr. Zamen-
hofs, sem gaf út fyrstu kennslubók sina í
alþjóðamáli í Varsjá árið 1887 nntlir dul-
nefninu Dr. Esperanto — maðurinn sem
vonar.
Hann gerði sér vonir um að þetta iitla
orðasafn sameiginlegra indóevrópískra orð-
stofna gæti orðið grundvöllur af hlutlausu
einingartæki fyrir allar þjóðir lieims, og að
vaxandi notkun mundi efla vaxtarmögu-
leika þess og þrótt.
Til þess að auðvelda þetta, samdi hann
nokkrar einfaldar málfræðireglur og skrá
yfir forskeyti og viðskeyti. Hann treysti
því, að lífið sjálft mundi annast þróun
málsins, þess vegna lagði hann ekki áherzlu
á fullskapað gervimál. Þetta bar vott um
vizku lians og vísindalega skarpskyggni.
Hið ljóðræna mál, sem heyrist nú oft frá
úlvarpsstöðvum ýmissa landa og á alþjóð-
legum þingum ttndir nafninu Esperanto,
hcfur raunverttlega byggt sig upp sjálft á
þeim grundvelli er Zamenhof lagði því, sem
frumkvöðull málsins, en ekki skapari, cins
og hann sagði sjálfur.
Hin hugsjónaríka andagift Zamenhofs og
vina hans átti mjög mikinn þátt í vexti Es-
peranto og bókmennta þess.
Hann fæddist 12. des. 1859 í Iijalistok í
Dr. L. L. Zamenhoj.
Litavíu, austurhluta gamla pólska lýðveld-
isins, sem rússneska keisaradæmið innlim-
aði, en keisararnir liröktu þangað hundruð
þúsunda af Gyðingum. Faðir Zamenhofs
var Gyðingur og kennari í erlendum mál-
um.
Lúðvík sonur hans tók sér mjög nærri —
strax á barnsaldri — óvildina sem ríkti
milli hinna mörgu þjóðabrota í Bjalistok,
]iar sem livert þjóðabrotið talaði sitt sér-
slaka tungumál. Emhætlismennimir, sem
300