Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 80
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Með öðrum orðum: Kvenhetjan úr stjórnmálasögunni verður ástfangin kona, sem ekki á sér neinar pólitísk- ar hugsjónir. Hún er ofurseld ást sinni, í fullu sainræmi við spænska hefð, og fórnar sér fyrir „manninn sinn“. Byltingarsinnarnir verða hlægilegar raggeitur, því þeir bregð- ast konunni og láta leiða hana til gálgans án þess að gera minnstu til- raun til að bjarga henni, eins og hetjum hefði sæmt. Tilfinninga al- þýðunnar gætir hvergi í leikritinu, og heigulshátturinn er almennur þegar aftakan er framkvæmd: Til er ótli sem þú óttast. Gciturnar eru auðar. Aðeins vindurinn kemur og fer. En fólkið læsir dyrum sínum ... segir Alegrito garðyrkjumaður, sem er að svipast um eftir samsærismönn- unutn í því skyni að fá þá til að bjarga Mariönu. Pedrosa dómari staðfestir þetta: Enginn Granadabúi verður á ferli þegar þú ferð þar um með þínum böðulsveinum. I Andalúsíu verður fjasað margt, en síðan ... Leikrit, sem var jafn frábrugðið hugmyndum manna um hetjuskap al- þýðunnar, og gerði lýðræðissinna hlægilega, hefði hæglega getað fallið dautt og ómerkt í Madrid 1927. Ell- egar orðið nytsamt vopn í höndum hægriaflanna. En þrátt fyrir allt sner- ist broddur þess gegn hægriflokkun- um og til varnar mannréttindunum. Spænsk alþýða, sem hefði snúizt önd- verð gegn hugmyndinni utn konuna sem fórnar sér fyrir pólitískar hug- sjónir (jafnvel alþýðlegar hugsjón- ir), skyldi auðveldlega konuna sem fórnaði lífi sínu vegna ástarinnar — og breytti henni jafnharðan í póli- tískt tákn. Hér má tilfæra orð Steph- ens Spenders, þó að þau væru upp- haflega viðhöfð af öðru tilefni: „Skáldskapur, sem ekki miðar að því að koma á framfæri pólitískri sann- færingu, getur þrátt fyrir það haft fólginn í sér pólitískan kjarna.“ Segjum að frú Pilar, húsgæzlan 1 númer níu, hafi fengið miða að sýn- ingunni. Hún hefði fagnað því að heyra sagt frá „kvenflagðinu, sem var hengd af því hún lét flækja sig í pólitík“, og hún hefði sagt við grann- konuna: „Já, þeir hengdu hana, eins og við var að búast. Henni var nær að vera að leggja lag sitt við bylt- ingarseggi. Staður konunnar er heim- ilið, og þar á hún að vera.“ En í leikhúsinu, þegar lágvær klið- ur ljóðlínanna hefur náð tökum á henni, getur hún ekki tára bundizt: „Veslingurinn, nú hengja þeir hana vegna þorparans þess arna, sem hefur svikið hana í tryggðum. Og þó á hann að heita fínn maður! Ef þetta hefði verið hann Nikulás minn — hann er góður og gegn lýðveldissinni af gamla skólanum! Hann er kannski 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.