Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 80
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Með öðrum orðum: Kvenhetjan úr
stjórnmálasögunni verður ástfangin
kona, sem ekki á sér neinar pólitísk-
ar hugsjónir. Hún er ofurseld ást
sinni, í fullu sainræmi við spænska
hefð, og fórnar sér fyrir „manninn
sinn“. Byltingarsinnarnir verða
hlægilegar raggeitur, því þeir bregð-
ast konunni og láta leiða hana til
gálgans án þess að gera minnstu til-
raun til að bjarga henni, eins og
hetjum hefði sæmt. Tilfinninga al-
þýðunnar gætir hvergi í leikritinu, og
heigulshátturinn er almennur þegar
aftakan er framkvæmd:
Til er ótli sem þú óttast.
Gciturnar eru auðar.
Aðeins vindurinn kemur og fer.
En fólkið læsir dyrum sínum ...
segir Alegrito garðyrkjumaður, sem
er að svipast um eftir samsærismönn-
unutn í því skyni að fá þá til að
bjarga Mariönu. Pedrosa dómari
staðfestir þetta:
Enginn Granadabúi verður á ferli
þegar þú ferð þar um með þínum
böðulsveinum.
I Andalúsíu verður fjasað margt,
en síðan ...
Leikrit, sem var jafn frábrugðið
hugmyndum manna um hetjuskap al-
þýðunnar, og gerði lýðræðissinna
hlægilega, hefði hæglega getað fallið
dautt og ómerkt í Madrid 1927. Ell-
egar orðið nytsamt vopn í höndum
hægriaflanna. En þrátt fyrir allt sner-
ist broddur þess gegn hægriflokkun-
um og til varnar mannréttindunum.
Spænsk alþýða, sem hefði snúizt önd-
verð gegn hugmyndinni utn konuna
sem fórnar sér fyrir pólitískar hug-
sjónir (jafnvel alþýðlegar hugsjón-
ir), skyldi auðveldlega konuna sem
fórnaði lífi sínu vegna ástarinnar —
og breytti henni jafnharðan í póli-
tískt tákn. Hér má tilfæra orð Steph-
ens Spenders, þó að þau væru upp-
haflega viðhöfð af öðru tilefni:
„Skáldskapur, sem ekki miðar að því
að koma á framfæri pólitískri sann-
færingu, getur þrátt fyrir það haft
fólginn í sér pólitískan kjarna.“
Segjum að frú Pilar, húsgæzlan 1
númer níu, hafi fengið miða að sýn-
ingunni. Hún hefði fagnað því að
heyra sagt frá „kvenflagðinu, sem var
hengd af því hún lét flækja sig í
pólitík“, og hún hefði sagt við grann-
konuna: „Já, þeir hengdu hana, eins
og við var að búast. Henni var nær
að vera að leggja lag sitt við bylt-
ingarseggi. Staður konunnar er heim-
ilið, og þar á hún að vera.“
En í leikhúsinu, þegar lágvær klið-
ur ljóðlínanna hefur náð tökum á
henni, getur hún ekki tára bundizt:
„Veslingurinn, nú hengja þeir hana
vegna þorparans þess arna, sem hefur
svikið hana í tryggðum. Og þó á
hann að heita fínn maður! Ef þetta
hefði verið hann Nikulás minn —
hann er góður og gegn lýðveldissinni
af gamla skólanum! Hann er kannski
270