Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 15
TVEIR DJ ÚPFIRÐINGAR IÍEFNA SÍN
fiska? Við hlógum að konunni hans
Jóakims og öllum þeim kvikindum
láðs og lagar, sem smogið höfðu ár
hvert inn í eyrað á henni þegar nótt
var myrkust og bóndi hennar iðnast-
ur að vaka í skonsu sinni við ein-
hverjar merkilegar smíðar og tilraun-
ir. Við gleymdum því samt ekki, að
konan hans Jóakims hafði ævinlega
verið okkur börnunum góð, kallað
stundum á okkur heim að húsdyrum
og gefið okkur sælgæti eða heitar
kleinur, klappað okkur á kollinn og
beðið okkur í angurblíðum rómi að
vara okkur nú á óhræsis pöddunum.
Slik kona átti það fyllilega skilið, að
við drykkjum minni hennar, enda
tæmdum við glösin. Fermingarbróð-
ir minn blandaði aftur og fór ekki
lengur í launkofa með ginnflöskuna,
heldur hóf hana á loft og renndi ú~
henni eins og kaffikönnu.
Skál Palli! sagði hann. Finnurðu
nokkuð á þér?
Eg var helzt á því. að ég fyndi ekk-
ert á mér, að minnsta kosti ákaflega
lítið, en hinsvegar virtist dularfull sól
hafa komið upp í mér innanrifja,
hrakið burt skammdegisdrunga og
myrkur, yljað mig allan og hresst.
Skál Mundi! sagði ég og horfði þakk-
látur á kafrjótt andlit fermingarbróð-
ur míns. í raun og veru hafði ég
aldrei gert mér grein fyrir því áður,
hvað mér þótti vænt um hann. Mér
þótti svo vænt um hann, að ég gat
ekki lengur orða bundizt. heldur taldi
upp ýmsar dyggðir hans, hvað liann
hefði verið hjálpsamur þegar hann
var lítill, einstaklega greiðvikinn og
brjóstgóður, reiðubúinn að gefa fall-
egustu kúskeljarnar sínar og kenna
skussum eins og mér að stjórna flug-
dreka.
Fermingarbróðir minn vildi ekki
hlusta á neinar lofræður um sjálfan
sig, heldur lýsti yfir óbrigðulli vin-
átlu okkar og sló mér gullhamra fyrir
frammistöðu mína á vorprófum
heima á Djúpafirði. Það vantar ekki
hausinn á þig Palli, sagði hann. Djöf-
uls haus á þér Palli!
Ég ætlaði að fara að gera lítið úr
liausnum á mér, þegar hann bætti
við:
Þú hefur líka komizt áfram!
Hvernig þá?
Þú ert blaðamaður!
Ég hélt í fyrstu, að hann væri að
draga dár að mér, en honum var ber-
sýnilega alvara.
Æjá, sagði ég og saup ótilkvaddur
á glasinu: Hefurðu nokkurntíma les-
ið Blysfara?
Andskotann ætli ég lesi! Við liggj-
um ekki í blöðum og bókum á dallin-
um!
Hann leit undan, ræskti sig harka-
lega og sagðist sosum hafa fengið að
heyra það hjá henni Gunnu, að hann
væri bara sjóari. Var hann búinn að
regja mér, hvað hún hafði kallað
hann að skilnaði? Hún hafði kallað
hann slordóna!
205