Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 90
TIMARIT MALS OG MENNINGAR orðanna hljóðan en þeim hughrifum sem þau vekja. Orðin segja frá harmi og ógn dauðans. En af því Spánverj- ar hafa sína eigin heimspekilegu skoðun á dauðanum, misjafnlega ljósa en þeim ætíð meðvitaða, verður þeim andlegur styrkur að hugrekki Lorca, sem horfist í augu við dauð- ann án þess að draga á hann nokkra dul. Skáldskapur hans hvetur þá til að ná valdi á dauðanum, verða meiri en sjálfur dauðinn. Þeir lesa úr hon- um þá sannfæringu, að maðurinn geti sigrazt á persónulegum dauða sínum þótt hann deyi -— hvort sem til er framhaldslíf eða ekki, hvort sem til er guðlegur dómstóll eða ógnarvald dauðans er óskorað. Þannig hvetur Lorca landa sína til að lifa heiðar- lega og hvorki lúta dauðanum né gleyma honum. Mér virðist að hér sé fólgin skýr- ingin á því — eða ein skýring af mörgum—að evrópskir menntamenn, sem urðu fyrir áhrifum af spænsku borgarastyrjöldinni, hafa laðazt svo mjög að skáldskap Lorca. Hinn and- fasíski áróður sæmdi hann að vísu hetjunafnbót, og það stuðlaði að því — eða öllu heldur dauði hans — að opna hugi margra fyrir skáldskap hans. Að sjálfsögðu hlutu hinar snjöllu (en oft misskildu) ljóðmynd- ir hans, hljómfegurð kvæðanna og innileiki, að vekja athygli þeirra sem lásu spænsku, eða sáu þær fáu þýð- ingar af ljóðum hans sem birzt hafa til þessa, einkum af því, að hjá hon- um þóttust þeir finna skapandi við- leitni að smíða saman gömul og ný ljóðteikn í listræna heild. En ég held að til sé önnur skýring. Frá upphafi spænsku borgarastyrj- aldarinnar og til þessa dags hafa Evrópubúar horft á flóðbylgju stríðs- ins rísa. 011 menning þeirra hefur af- neitað þessum ógnþrungna dauða, sem ekki varð dulinn. Uppeldi þeirra meinaði þeim að líta á dauðann öðru. vísi en sem viðkvæmt feimnismál. Varnirnar komu að haldi, en æ fleiri sprungur leyndust í flóðgarðinum. Þegar við Spánverjar háðum okkar styrjöld gátu stríðsfréttaritararnir enn skorazt undan því að segja frá limlestum líkum, „af því fólk kærir sig ekki um að lesa um slíkt við morgunverðarborðið“. En síðar hrönnuðust blóðskýin yfir álfunni, og þeir sem ekki gátu lokað augunum fyrir þeim, skáldin og hinir heil- skyggnari meðal menntamannanna, urðu að búa sig undir þolraun sem ekki varð umflúin. Hvernig gátu þeir þjálfað sig í að horfa á þessar hrylli- Iegu sýnir án þess að verða „sjúk- legir“? Þeim lærðist það, og nú horfast þeir í augu við þær á sinn hátt. En Federico García Lorca, Spán- verjinn, sem helgaði sér alla eðlis- þætti þjóðar sinnar og sameinaði harmsögu hennar sinni eigin þján- ingu til að geta gengið á hólm við 280
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.