Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 3

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 22. ÁRG. • ÁGÓST 1961 • 3. HEFTI ÞÓ sjáljsagt megi draga marga lœrdóma af framkomu íslenzkra kapítalista í verkföllunum undanfarið, virðist ekki sízt áslœða til að drepa á liina ákveðnu viðleitni þeirra að fá staðfest og löghelgað að verkamenn séu ekki jafnréttháir í þjóðfélaginu og vinnukaupendur, heldur einhverskonar ójull- veðja „undirmenn“. Deilan um styrktarsjóðina varð atvinnurekendum tilefni til að reyna að afla viðurkenningar á þessu; fyrirkomulagið sem þeir kröfðust á stjórn þessara sjóða var fyrsta spor í áttina til að gera „almenningsálitinu“ Ijóst að vinnu- veitendum heri með réltu að hafa yfirumsjón með fjárreiðum verklýðsfélaga (og því þá ekki einnig með stjórn verklýðsfélaga yfirleitt?) ; að vinnuveitend- ur séu einir hafnir yfir tortryggni varðandi meðferð fjár, þeirra réttlœti sé Réttlœtið sjálft; — en að verkamenn í verklýðsfélögum séu annað tveggja af- glapar sem þarfnast föðurlegrar forsjár og verndar kapítalista við hvert fót- mál, eða þá að minnsta kosti fjárglœframenn. Það vœri auðvitað hœgur vandi að spyrja hvort ekki sé ívið mikil óskamm- jeilni af fulltráum þeirrar stéttar, sem fer með völd í íslenzku þjóðfélagi, að bjóðast til að gerast verndarar fjármálalegs siðjerðis annarra en sjálfra sín, meðan virðuleikagríman ein verndar embœttismisferli, fjárglœfra og hernáms- vœndi œ fleiri virðingarmanna þjóðfélagsins. En raunar vœri það líkt og að skvetta vatni- á gœs að spyrja þessa menn ann- arrar eins spurningar; athafnir þeirra eru handan við óskammfeilni, og sið- ferði í fjármálum skiptir þá minna en engu. Hitt skiplir þá mjög miklu að hafa sem víðtœkasta möguleika til að múta beint eða óbeint nokkrum hluta laun- þega, og þá skiptir öllu að halda völdunum óskertum. Og nú er svo komið að þeim sýnist að ekki einu sinni hernámið muni tryggja þeim völdin til langjrama. Það þarf ný og traustari bjargráð. Þau bjargráð eru nú í augsýn, og hin íslenzka yfirstétt stefnir í átt til þeirra af öllum sínum líjs og sálarkröftum. Þau eru: erlend fjárfesting á íslandi. Með því að veita erlendum kapítalistum beinan aðgang að íslenzku atvinnu- lífi hyggjast hinir innlendu stéttarbræður þeirra í jyrsta lagi að bjarga sjálfum TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR 161 11

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.