Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 6
HANNES SIGFUSSON Saga vestrænnar íhlutunar í Kína Borgarastyrjöld — og leppurinn Sjang Kæ-sjek Þeir atburðir sem gerðust fyrstu mánuðina eftir lát dr. Sun Jat-sens urðu til að staðfesta þá kenningu hans enn betur fyrir kínverskri al- þýðu, að hún yrði að hrinda af sér ógnarstjórn heimsvaldasinnanna og leppa þeirra, ef þjóðin ætti að lifa. Á tímabilinu febrúar—apríl 1925 tóku rúmlega 100 þúsund verkamenn þátt í verkföllum í japönsku baðm- ullarverksmiðjunum i Sjanghæ og Tsingtao. Það gefur nokkra hugmynd um hvernig ástandið hefur verið í þessum verksmiðjum, að auk krafna um bætt kjör og viðurkenningu á stéttarfélögum verkamanna, kröfðust þeir jafnan að hætt yrði að beita svip- um í verksmiðjunum (Nym Wales: The Chinese labour movement, New York 1945). Verkfallsbaráttan var fólgin í átökum við innlent og „al- þjóðlegt" lögreglulið. Samt unnu verkamenn nokkra sigra með ske- leggri baráttu. Upphaj þessarar ritgerðar birtist í síðasta hejti. Stúdentar og vinstrisinnaðir menntamenn, sem stofnuðu samtök til styrktar verkamönnum er særzt höfðu í átökunum, voru umsvifalaust gripn- ir og varpað í fangelsi. Forráðamenn „Alþjóðastofnunar“ heimsvaldasinna í Sjanghæ, undir forsæti bandaríkja- mannsins Stirlings Fessendens, kröfð- ust strangari ritskoðunar og harðari ' viðurlaga við pólitískum „afbrotum". Hámarki náðu átökin 30. maí. Þann dag skaut „alþjóðlegur“ lögreglu- ; flokkur undir brezkri stjórn á mót- 1 mælagöngu 10 þúsund stúdenta og annarra borgara sem kröfðust þess að hinir handteknu yrðu látnir lausir og i erlend ríki hættu að skipta sér af kín- verskum innanríkismálum. 30. maí 1925 varð þriðji minnisverði dagur- inn í sögu kínverskrar þjóðfrelsis- hreyfingar (Hinir eru 4. maí 1919 og 7. febrúar 1923). Þann dag var hin nýja samvinna lýðræðisaflanna í i landinu innsigluð með blóði. Og Vesturveldin héldu áfram að greiða lýðræðinu atkvæði sitt: í 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.