Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 9
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA legri tilskipan hans hófu hersveitir undir stjórn liðsforingja úr hægra armi Kuomintangs svipuð fjöldamorð í Nanking, í Kanton og meðal bænda í sveitunum. Upp frá því heyrðist aldrei minnzt á úrslitakostina er stór- veldin höfðu sent eftir atburðina í Nanking 24. marz. Frá þeirri stund sem Sjang Kæ-sjek varð svikari og böðull þjóðar sinnar, varð hann ,,hetja“ auðvaldsblaðanna um allan heim. 18. apríl, skömmu eftir fjöldamorð- in, kom Sjang á laggirnar í Nanking „stjórn þjóðernissinna“ sem skipuð var stjórnmálamönnum og liðsfor- ingjum úr hægra armi Kuomintangs. Þetta var valdarán og uppreisn gegn þjóðernis-byltingarstjórninni í Wu- han, sem Sjang Kæ-sjek hafði svarið hollustu. Það er því með fjöldamorð- um og drottinsvikum, með aðstoð heimsvaldasinna og ópíumsmyglara og hinnar ólöglegu ríkisstjórnar í Nanking sem Sjang Kæ-sjek-klíkan öðlast „réttindi sem lögmæt ríkis- stjórn Kína“, — en þau „réttindi“ eru aftur notuð af bandarískum stuðn- ingsmönnum hennar sem röksemd fyrir setu fulltrúa hennar á þingi Sameinuðu þjóðanna. Samsteypustjórn byltingarmanna í Wuhan hélt áfram störfum í þrjá mánuði eftir liðhlaup Sjang Kæ- sjeks. í henni áttu nú sæti vinstri arm- ur Kuomintangs, sem var fulltrúi miðstétta og smáborgara, og komm- únislar, sem voru fulltrúar bænda og verkamanna. Wuhan-stjórnin svipti Sjang Kæ-sjek umboði sinu, en hann svaraði með því að reyna að einangra borgina. Baráttuhugur bænda og verkamanna á umráðasvæði Wuhan- stjórnarinnar hafði sjaldan verið meiri en nú, og þeir kröfðust þess að fá vopn í hendur. En sæði uppgjafar- innar innan Kuomintangs hélt áfram að skjóta frjóöngum. 15. júlí sigldu 36 erlend herskip upp Jangtse-fljótið og vörpuðu akker- um við Wuhan. „Vinstri-armur“ Kuo- mintangs, undir forystu Wang Sjing- Wei, hugðist þá „bjarga“ því sem bjargað yrði og hóf fjöldamorð á bændum, verkamönnum, stúdentum, en einkum kommúnistum. Blóðbaðið varð jafnvel enn hryllilegra en í slát- urtíð Sjangs í Shanghæ. Svo ofboðs- legt var hatur afturhaldsaflanna, svo taumlaus ástríða þeirra til að „kenna hyskinu mannasiði“, strax og færi gafst, að hundruð kerrudragara voru miskunnarlaust skotnir niður á stræt- um borgarinnar. Þann eina glæp höfðu þeir drýgt: að dirfast að stofna með sér stéttarfélag meðan á bylting- unni stóð. Þannig sundraðist Wuhan-stjórn- in. 011 völd komust í hendur „þjóð- ernissinna“-stjómar Sjang Kæ-sjeks í Nanking. Leiðtogar Kuomintang- flokksins höfðu nú svikið stefnu Sun Jat-sens í öllum atriðum. Boðskap hans um að barizt skyldi fyrir sjálf- 167

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.