Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 9
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA legri tilskipan hans hófu hersveitir undir stjórn liðsforingja úr hægra armi Kuomintangs svipuð fjöldamorð í Nanking, í Kanton og meðal bænda í sveitunum. Upp frá því heyrðist aldrei minnzt á úrslitakostina er stór- veldin höfðu sent eftir atburðina í Nanking 24. marz. Frá þeirri stund sem Sjang Kæ-sjek varð svikari og böðull þjóðar sinnar, varð hann ,,hetja“ auðvaldsblaðanna um allan heim. 18. apríl, skömmu eftir fjöldamorð- in, kom Sjang á laggirnar í Nanking „stjórn þjóðernissinna“ sem skipuð var stjórnmálamönnum og liðsfor- ingjum úr hægra armi Kuomintangs. Þetta var valdarán og uppreisn gegn þjóðernis-byltingarstjórninni í Wu- han, sem Sjang Kæ-sjek hafði svarið hollustu. Það er því með fjöldamorð- um og drottinsvikum, með aðstoð heimsvaldasinna og ópíumsmyglara og hinnar ólöglegu ríkisstjórnar í Nanking sem Sjang Kæ-sjek-klíkan öðlast „réttindi sem lögmæt ríkis- stjórn Kína“, — en þau „réttindi“ eru aftur notuð af bandarískum stuðn- ingsmönnum hennar sem röksemd fyrir setu fulltrúa hennar á þingi Sameinuðu þjóðanna. Samsteypustjórn byltingarmanna í Wuhan hélt áfram störfum í þrjá mánuði eftir liðhlaup Sjang Kæ- sjeks. í henni áttu nú sæti vinstri arm- ur Kuomintangs, sem var fulltrúi miðstétta og smáborgara, og komm- únislar, sem voru fulltrúar bænda og verkamanna. Wuhan-stjórnin svipti Sjang Kæ-sjek umboði sinu, en hann svaraði með því að reyna að einangra borgina. Baráttuhugur bænda og verkamanna á umráðasvæði Wuhan- stjórnarinnar hafði sjaldan verið meiri en nú, og þeir kröfðust þess að fá vopn í hendur. En sæði uppgjafar- innar innan Kuomintangs hélt áfram að skjóta frjóöngum. 15. júlí sigldu 36 erlend herskip upp Jangtse-fljótið og vörpuðu akker- um við Wuhan. „Vinstri-armur“ Kuo- mintangs, undir forystu Wang Sjing- Wei, hugðist þá „bjarga“ því sem bjargað yrði og hóf fjöldamorð á bændum, verkamönnum, stúdentum, en einkum kommúnistum. Blóðbaðið varð jafnvel enn hryllilegra en í slát- urtíð Sjangs í Shanghæ. Svo ofboðs- legt var hatur afturhaldsaflanna, svo taumlaus ástríða þeirra til að „kenna hyskinu mannasiði“, strax og færi gafst, að hundruð kerrudragara voru miskunnarlaust skotnir niður á stræt- um borgarinnar. Þann eina glæp höfðu þeir drýgt: að dirfast að stofna með sér stéttarfélag meðan á bylting- unni stóð. Þannig sundraðist Wuhan-stjórn- in. 011 völd komust í hendur „þjóð- ernissinna“-stjómar Sjang Kæ-sjeks í Nanking. Leiðtogar Kuomintang- flokksins höfðu nú svikið stefnu Sun Jat-sens í öllum atriðum. Boðskap hans um að barizt skyldi fyrir sjálf- 167
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.