Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
rásarlið og kaus miklu fremur að
beita vopnunum gegn kínverskum
kommúnistum. Þegar sú staðreynd er
höfð í huga, að kommúnistarnir
höfðu einmitt forystuna um andstöð-
una gegn Japönum og beittu til þess
öllum herstyrk sínum (að undan-
skildum heim herafla sem nota varð
til að verjast hinum sífelldu ásóknum
Sjang Kæ-sjeks), kemur skýrt í ljós
hverskonar „þjóðernissinni“ hann
var og hverra hagsmuna hann gætti.
Leiðtogar kínverskra kommúnista
verða ekki sakaðir um að hafa alið á
óvildinni. Hvað eftir annað sendu
þeir Sjang Kæ-sjek tilboð um vopna-
hlé, svo að báðir aðilar gætu einbeitt
sér að því brýna verkefni að hrekja
Japana úr landi. En Sjang Kæ-sjek
herti einungis sóknina gegn kommún-
istum. Það var ekki fyrr en þeir höfðu
sjálft líf hans í hendi sér (ein her-
sveita hans hafði gert uppreisn, tekið
hann höndum og kvatt til leiðtoga
kommúnista að úrskurða hvað við
hann ætti að gera), að hann féllst á að
taka upp sameiginlega vörn gegn Jap-
önum.
Og þó hélt hann áfram að leika
tveim skjöldum. Hann sendi að vísu
nokkurn hluta hersins gegn Japönum,
en lét meginhlutann bíða átekta.
Tvisvar hóf hann leynilegar samn-
ingaumleitanir við Japana. Hið fyrra
sinnið með milligöngu Þjóðverja,
1937. Hið síðara sinnið, 1938, sendi
hann eigin samningamenn til Tokíó.
Á öndverðu ári 1939 hætti hann svo
allri mótspyrnu gegn Japönum. Hon-
um var í mun að þeir gætu beitt öll-
um herafla sínum gegn alþýðuher
kommúnista, sem stóð andspænis jap-
önsku herjunum. Sjálfur hóf hann nú
aftur að senda herleiðangra til komm-
únistahéraðanna.
Ástæðan fyrir þessari stefnubreyt-
ingu átti meðal annars rætur að rekja
til þróunar mála í Evrópu. Viðgangur
Oxulveldanna og sigrar þeirra í upp-
hafi styrjaldarinnar leiddu í ljós að
Sjang Kæ-sjek var jafn reiðubúinn að
svíkja Breta og Bandaríkjamenn, ef
nauðsyn krefði, og hann hafði áður
fúslega gengið erinda þeirra við að
svíkja sína eigin þjóð. Strax eftir fall
Frakklands hóf hann leynimakk við
japönsk stjórnarvöld. Þegar styrjöldin
stóð sem hæst átti Matsuoka, utanrík-
isráðherra Japans, tal við þýzka naz-
istaráðherrann von Ribbentrop um
„Sjang Kæ-sjek, sem hann stæði í
persónulegu sambandi við og þekkti
og treysti“ (Skjal Aufz. RAM 1941,
29. marz 1941, úr þýzka utanríkis-
ráðuneytinu, fundið og birt af Banda-
ríkjastjórn).
Eftir árás Japana á Pearl Harbour
ók Sjang Kæ-sjek seglum eftir vindi.
Bandaríkin sögðu Japönum stríð á
hendur og Sjang fylgdi dæmi þeirra í
þeirri trú að nú væru úrslit heims-
styrjaldarinnar ráðin. En 1942—43
vann Japan mikla sigra á Kyrrahafi
yfir Bretum og Bandaríkjamönnum,
170