Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 13
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA og þá beið Sjang Kæ-sjek ekki boð- anna að taka upp leyniþráðinn við Tokíó, meðal annars með aðstoð fas- istans Walters Stennes. Um þetta leyti skipaði Sjang Kæ- sjek nokkrum hershöfðingja sinna að ganga á hönd Japönum með lið sitt, til þess að þeir gætu barizt við komm- únistaherina í Norður- og Mið-Kína með japönskum vopnum og fjárstuðn- ingi. Hugmynd hans var einföld. Ef Oxulveldin ynnu myndu þessar her- sveitir auðvelda honum að söðla yfir til liðs við þau. Og þótt Bandamenn ynnu myndu þær samt koma að gagni: við upphaf borgarastyrjaldar- innar, sem óhjákvæmilega hlyti að fylgja friðarsamningunum, yrðu þær staðsettar á svæðum sem Kuomintang hafði fyrir löngu yfirgefið og gætu hafið sókn þaðan gegn kommúnistun- um. Undir styrjaldarlokin, þegar Japan- ar gátu ekki lengur hamlað gegn yfir- burðum Bandaríkjamanna í lofti og á sjó, gripu þeir til þess ráðs að reyna að opna flutningaleiðir norðan frá Mansjúríu alla leið suður til landa- mæra Indókína, á landsvæðum sem Kuomintang hafði á valdi sínu. Sjang Kæ-sjek snerist ekki til varnar fremur en endranær. í þess stað beitti hann vopnunum, sem Bandaríkjamenn höfðu afhent honum, og hersveitum sem bandarískir liðsforingjar höfðu þjálfað, til að hefja umsátur um kommúnistahéröðin og gera árásir á þau. Til japönsku vígstöðvanna sendi hann ekki hermenn, heldur samninga- menn. Öll þessi dæmi um stjórnmála- glæfra Sjang Kæ-sjeks (sem jafnan miðuðu að því að tryggja leppstjórn •hans völd hvor stórveldablökkin sem ynni styrjöldina) hafa síðan verið staðfest af óyggjandi sönnunargögn- um. Sumt var dregið fram í dagsljós- ið á styrjaldarárunum, ekki einungis af kínverskum föðurlandsvinum, held- ur einnig af bandarískum liðsforingj- um og stjórnarerindrekum, þeirra á meðal sjálfum Stillwell hershöfðingja, er var æðsti yfirmaður bandaríska herliðsins í Kína þar til hann var fjar- lægður 1944. Viðhorf bandarískra stjórnarvalda hafði að sjálfsögðu gjörbreytzt eftir skyndiárás Japana á Pearl Harbour. Fram að þeim tíma höfðu þau að vísu litið landvinninga Japana í Kína illu auga, einkum vegna þess að Japanar voru tregir til að virða sáttmála Bandaríkjanna um hinar „opnu dyr“ og boluðu fjármálaspekúlöntum þeirra burt af yfirráðasvæðum sínum. Hinsvegar kom þar á móti, að með hernámi Mansjúríu urðu Japanar einskonar varnarveggur gegn áhrifum Sovétríkjanna á málefni Kína, og sundurlimun Kína var í sjálfu sér á- kjósanleg þegar verknaðurinn var framinn af annars flokks stórveldi eins og Japan, sem síðar yrði auðvelt að sveigja undir vilja hinna „stóru“. 171

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.