Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Qupperneq 13
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA og þá beið Sjang Kæ-sjek ekki boð- anna að taka upp leyniþráðinn við Tokíó, meðal annars með aðstoð fas- istans Walters Stennes. Um þetta leyti skipaði Sjang Kæ- sjek nokkrum hershöfðingja sinna að ganga á hönd Japönum með lið sitt, til þess að þeir gætu barizt við komm- únistaherina í Norður- og Mið-Kína með japönskum vopnum og fjárstuðn- ingi. Hugmynd hans var einföld. Ef Oxulveldin ynnu myndu þessar her- sveitir auðvelda honum að söðla yfir til liðs við þau. Og þótt Bandamenn ynnu myndu þær samt koma að gagni: við upphaf borgarastyrjaldar- innar, sem óhjákvæmilega hlyti að fylgja friðarsamningunum, yrðu þær staðsettar á svæðum sem Kuomintang hafði fyrir löngu yfirgefið og gætu hafið sókn þaðan gegn kommúnistun- um. Undir styrjaldarlokin, þegar Japan- ar gátu ekki lengur hamlað gegn yfir- burðum Bandaríkjamanna í lofti og á sjó, gripu þeir til þess ráðs að reyna að opna flutningaleiðir norðan frá Mansjúríu alla leið suður til landa- mæra Indókína, á landsvæðum sem Kuomintang hafði á valdi sínu. Sjang Kæ-sjek snerist ekki til varnar fremur en endranær. í þess stað beitti hann vopnunum, sem Bandaríkjamenn höfðu afhent honum, og hersveitum sem bandarískir liðsforingjar höfðu þjálfað, til að hefja umsátur um kommúnistahéröðin og gera árásir á þau. Til japönsku vígstöðvanna sendi hann ekki hermenn, heldur samninga- menn. Öll þessi dæmi um stjórnmála- glæfra Sjang Kæ-sjeks (sem jafnan miðuðu að því að tryggja leppstjórn •hans völd hvor stórveldablökkin sem ynni styrjöldina) hafa síðan verið staðfest af óyggjandi sönnunargögn- um. Sumt var dregið fram í dagsljós- ið á styrjaldarárunum, ekki einungis af kínverskum föðurlandsvinum, held- ur einnig af bandarískum liðsforingj- um og stjórnarerindrekum, þeirra á meðal sjálfum Stillwell hershöfðingja, er var æðsti yfirmaður bandaríska herliðsins í Kína þar til hann var fjar- lægður 1944. Viðhorf bandarískra stjórnarvalda hafði að sjálfsögðu gjörbreytzt eftir skyndiárás Japana á Pearl Harbour. Fram að þeim tíma höfðu þau að vísu litið landvinninga Japana í Kína illu auga, einkum vegna þess að Japanar voru tregir til að virða sáttmála Bandaríkjanna um hinar „opnu dyr“ og boluðu fjármálaspekúlöntum þeirra burt af yfirráðasvæðum sínum. Hinsvegar kom þar á móti, að með hernámi Mansjúríu urðu Japanar einskonar varnarveggur gegn áhrifum Sovétríkjanna á málefni Kína, og sundurlimun Kína var í sjálfu sér á- kjósanleg þegar verknaðurinn var framinn af annars flokks stórveldi eins og Japan, sem síðar yrði auðvelt að sveigja undir vilja hinna „stóru“. 171
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.