Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 17
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA „Hún neitar að gera tilraun til að leysa höfuðvanda kínverskra efna- hagsmála, svo sem jarSasöfnun stór- bændanna, kúgun þeirra á leiguliðun- um og hina svimháu okurvexti ... „Þessi augljósa sjálfsmorðspólitík Kuomintangstjórnarinnar á rcetur að rekja til uppbyggingar og eðlis flokks- ins ... „Kuomintang er samsteypa aftur- haldssamra stjórnmálabraskara, sem fyrst og fremst hafa áhuga á að halda völdum sínum gegn ásælni annarra, og bítast jafnframt um þau sín á milli. Efnahagslega er Kuomintangflokkur- inn grundvallaður á fámennum stétt- um landaðals og hershöfðingja, með bankavaldið sem öruggan bak- hjarl ... „Kuomintang-stjórnin hefur glatað forystu sinni af því hún hefur komizt úr snertingu við fólkið og er ekki lengur fulltrúi þjóðarinnar, sem hef- ur bæði öðlazt fyllri pólitíska vitund og dýpri skilning á sérhagsmuna- stefnu stjórnarinnar ... „Þannig fórnar hún þjóðarhags- munum Kínverja á altari sérgæzku sinnar ...“ Þyngri dóm hefur engin ríkisstjórn fengið af vinum sínum og venzla- mönnum. Lýðræðissigur Þeir sem trúa því í einfeldni sinni (og þeir eru margir) að Bandaríkin séu í raun og sannleika vörður lýð- ræðisins í heiminum; þeir sem hafa látið glepjast af innfjálgum hátíðar- ræðum íslenzkra stjórnvitringa (t. d. á afmælisdögum Atlantshafsbanda- lagsins) um baráttu hinna frjálsu þjóða, undir forystu Bandaríkjanna, fyrir lýðræði, frelsi og sj álfsákvörð • unarrétti allra þjóða; þeir sem látið hafa linnulausan áróður blaða og út- varps sljóvga sig til þeirrar trúar, að hugsjón „frelsisins“ blakti undir bandarískum fána og birtist hrjáðu mannkyni í ræðum og athöfnum bandarískra ráðamanna; þeir sem ginið hafa við þeirri fullyrðingu Morgunblaðsins, að hin fornu ný- lenduveldi hafi tekið sinnaskiptum, að nýlendukúgun eigi sér ekki lengur stað og kapítalisminn sé á þróunar- braut til frjálslyndis og lýðræðis, — þeir hafa gott af að heyra staðreynd- irnar tala. í Kína hafa staðreyndirnar talað svo skýru máli að ekki verður mis- skilið. Hver einasta athöfn Banda- ríkjanna þar eystra síðan 1945 er eins og háðsmerki aftan við hið skinhelga snakk þeirra um „frelsi“, um „mann- réttindi“, um „baráttu fyrir lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti“. Látum athafnir þeirra tala. Fyrsta verk Bandaríkjanna eftir ósigur Japana var sú tilskipan Mac Arthurs hershöfðingja til japönsku herjanna í Kína, að þeir mættu ekki gefast upp fyrir alþýðuhernum. Þess- ari tilskipan fylgdi Sjang Kæ-sjek eft- 175

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.