Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 17
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA „Hún neitar að gera tilraun til að leysa höfuðvanda kínverskra efna- hagsmála, svo sem jarSasöfnun stór- bændanna, kúgun þeirra á leiguliðun- um og hina svimháu okurvexti ... „Þessi augljósa sjálfsmorðspólitík Kuomintangstjórnarinnar á rcetur að rekja til uppbyggingar og eðlis flokks- ins ... „Kuomintang er samsteypa aftur- haldssamra stjórnmálabraskara, sem fyrst og fremst hafa áhuga á að halda völdum sínum gegn ásælni annarra, og bítast jafnframt um þau sín á milli. Efnahagslega er Kuomintangflokkur- inn grundvallaður á fámennum stétt- um landaðals og hershöfðingja, með bankavaldið sem öruggan bak- hjarl ... „Kuomintang-stjórnin hefur glatað forystu sinni af því hún hefur komizt úr snertingu við fólkið og er ekki lengur fulltrúi þjóðarinnar, sem hef- ur bæði öðlazt fyllri pólitíska vitund og dýpri skilning á sérhagsmuna- stefnu stjórnarinnar ... „Þannig fórnar hún þjóðarhags- munum Kínverja á altari sérgæzku sinnar ...“ Þyngri dóm hefur engin ríkisstjórn fengið af vinum sínum og venzla- mönnum. Lýðræðissigur Þeir sem trúa því í einfeldni sinni (og þeir eru margir) að Bandaríkin séu í raun og sannleika vörður lýð- ræðisins í heiminum; þeir sem hafa látið glepjast af innfjálgum hátíðar- ræðum íslenzkra stjórnvitringa (t. d. á afmælisdögum Atlantshafsbanda- lagsins) um baráttu hinna frjálsu þjóða, undir forystu Bandaríkjanna, fyrir lýðræði, frelsi og sj álfsákvörð • unarrétti allra þjóða; þeir sem látið hafa linnulausan áróður blaða og út- varps sljóvga sig til þeirrar trúar, að hugsjón „frelsisins“ blakti undir bandarískum fána og birtist hrjáðu mannkyni í ræðum og athöfnum bandarískra ráðamanna; þeir sem ginið hafa við þeirri fullyrðingu Morgunblaðsins, að hin fornu ný- lenduveldi hafi tekið sinnaskiptum, að nýlendukúgun eigi sér ekki lengur stað og kapítalisminn sé á þróunar- braut til frjálslyndis og lýðræðis, — þeir hafa gott af að heyra staðreynd- irnar tala. í Kína hafa staðreyndirnar talað svo skýru máli að ekki verður mis- skilið. Hver einasta athöfn Banda- ríkjanna þar eystra síðan 1945 er eins og háðsmerki aftan við hið skinhelga snakk þeirra um „frelsi“, um „mann- réttindi“, um „baráttu fyrir lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti“. Látum athafnir þeirra tala. Fyrsta verk Bandaríkjanna eftir ósigur Japana var sú tilskipan Mac Arthurs hershöfðingja til japönsku herjanna í Kína, að þeir mættu ekki gefast upp fyrir alþýðuhernum. Þess- ari tilskipan fylgdi Sjang Kæ-sjek eft- 175
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.