Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Side 19
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA Sem sé létu Bandaríkjamenn Kuo- mintang-einvaldanum í té flugvélar, skriðdreka og önnur nýtízku vopn, auk milljarða dollara, til að hann gæti gengið sem rösklegast fram við að brytja niður kínverska alþýðu. Hér skulu tilfærð nokkur dæmi um það, hverju Bandaríkjastjóm kostaði til í þessu skyni. (Heimild: U. S. rela- tions). Frá öðrum september 1945 til 2. marz 1946 afhenti hún Sjang Kæ-sjek fallbyssur og annan stórskotaliðsút- búnað fyrir 17.666.929,70 dollara. Frá tímabilinu júní 1946 til jafn- lengdar 1948 er þessi ógoldni reikn- ingur: Fallbyssur og stórskotaliðs- útbúnaður Flugvélar og flugvélahlutar Skriðdr. og önnur farartæki Skip og aðrir farkostir Ymiskonar hernaðarútbún. Landbún.- og iðnaðarvörur Ymiskonar þjónusta Dollarar 117.869.076,94 43.683.604,63 96.009.610,08 49.940.642,57 99.762.611.71 37.918.928,21 335.856.448,18 Alls 781.040.922,32 Frá sama tímabili eru fleiri ógoldn- ir hundruðmilljónareikningar, sem ekki er rúm til að rekja hér. En ljóst er, að bandarísk stjórnarvöld hafa lagt fram tugmilljarða dollara til stuðnings Sjang Kæ-sjek-stjórninni, frá því að styrjöldin við Japan hófst í desember 1941 og fram til 1949. Þegar tillit er tekið til þess, að Sjang Kæ-sjek beitti svo til öllum vopna- og fjárstuðningi Bandaríkjanna gegn al- þýðuherjunum (í stað þess að berjast við Japana) má komast svo að orði með fullri sanngirni, að tugmilljörð- um Bandaríkjadollara hafi verið var- ið til að kæfa frelsishreyfingu kín- versku þjóðarinnar í blóði. En allt kom fyrir ekki. „Aðeins með erlendri hernaðar- íhlutun á borð við innrás Japana má Sjang ef til vill takast að sigrast á kommúnistum. En jafn umfangs- mikil hernaðaríhlutun virðist ekki koma til mála. Samt mun general- issimóinn ekki skirrast við að hrinda Kína út í nýja borgarastyrjöld með hugdeigar og blauðar hersveitir, úr- kynjaða og gjörspillta skriffinnsku- stjórn og þá laumulegu erlendu að- stoð, sem hann getur hlotið, að bak- hjarli. En honum tekst aldrei það, sem Japönum mistókst þrátt fyrir sjö ára þrotlausa baráttu. Kommúnistarnir eru honum ofurefli ... Þeir verða ekki hraktir úr Kína. Þeir, en ekki Sjang Kæ-sjek, hafa örlög Kína í hendi sér“ (U. S. relations). Ugglaust hefði Bandaríkjastjórn einnig haft þessa skorinorðu skýrslu erindreka sinna að engu og hafið stór- fellda innrás í Kína, ef Sovétríkjanna hefði ekki notið við, og þó einkum þeirrar pólitísku nauðsynjar að sigla undir fölsku flaggi vegna tilvistar þeirra. Hinsvegar efldi hún borgara- styrjöldina með ráðum og dáð — bak við tjöldin. En kaldhæðnislegt má það vera fyr- TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAl! 177 12

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.