Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 21
SAGA VESTRÆNNAR IHLUTUNAR I KINA hálfa milljón manna, en herstyrkur kommúnista óx að sama skapi. í opin- berri skýrslu Bandaríkjastjórnar um hernaðarstöðuna segir: „A sama tímabili bættust kommún- istum á að gizka 200 þúsund fyrrver- andi stjórnarhermenn, sem þeir gátu teflt fram til bardaga, auk 400 þús- und herfanga sem gengu í þjónustu þeirra.“ (U. S. relations). í apríl, þegar alþýðuherinn sótti yfir Jangtsefljótið, birtust brezk her- skip á fljótinu eins og vofur liðins tíma. En þau hörfuðu fljótlega undan fallbyssuskothríð alþýðuhersins. New Yorlc Herald Tribune birti um atburð- inn ritstj órnargrein, sem kemur upp um hug ritstjóranna til Kínverja, og er um leið hæfilegur eftirmáli við hernaðaríhlutun Bandaríkjanna: „Ef mögulegt væri að beita er- lendri hernaðaríhlutun af fullum þrótti í Kína væri hægt að afgreiða kommúnistaribbaldana (!) með svip- uðum hætti og Boxarauppreisnin var bæld niður fyrir tæpum 50 árum og Tæping-byltingin gerð að engu árið 1865 ... En þetta er ekki hægt í dag ... Nokkrar vestrænar fallbyssur, og jafnvel þótt þær væru margar, koma ekki lengur að notum til að kúga og hafa hemil á milljónum Asíubúa.“ Síðar á árinu 1949 voru allar stærstu borgir Kína frelsaðar úr höndum Kuomintangs, og bandarísku húsbændurnir neyddust til að hörfa úr Kína og selflytja Sjang Kæ-sjek og rifrildin af herliði hans með banda- rískum skipum út í Formósu. í borgarastyrjöldinni höfðu herir alþýðunnar fellt, handtekið eða unnið á sitt band 8 milljónir Kuomintang- hermanna, tekið sem herfang um 54 þúsund fallbyssur, 319 þúsund vél- byssur og ógrynni riffla, og beitt þeim gegn fjandmönnunum. 1. október 1949 var Kínverska al- þýðulýðveldið formlega stofnað. Það var byggt á samvinnu bænda og verkamanna. Allar stéttir landsins fengu fulltrúa í þjóðþingið, einnig kínverskir iðjuhöldar. Undir fána þess sameinaðist öll þjóðin og öll þjóðabrot landsins á grundvelli full- komins jafnræðis um réttindi og skyldur. Þannig fór um þá þjóðaratkvæða- greiðslu, þrátt fyrir það þótt hin frá- farandi ríkisstjórn beitti stórkostleg- um vélabrögðum í líki bandarískra vopna og fjármuna til að hafa áhrif á úrslitin. Bandaríkjamönnum var (og er) fullkomlega ljóst hver vilji kínversku þjóðarinnar var, og þeir urðu að beygja sig fyrir úrslitunum. „Það var ekki á valdi Bandaríkjanna að ráða úrslitum borgarastyrjaldarinnar í Kína,“ sagði Dean Acheson, þáver- andi utanríkisráðherra, 1949 í for- málanum að margtilvitnaðri skýrslu Bandaríkjastjórnar. „Þau voru af- leiðing af togstreitu þarlendra afla 179

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.