Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Síða 21
SAGA VESTRÆNNAR IHLUTUNAR I KINA hálfa milljón manna, en herstyrkur kommúnista óx að sama skapi. í opin- berri skýrslu Bandaríkjastjórnar um hernaðarstöðuna segir: „A sama tímabili bættust kommún- istum á að gizka 200 þúsund fyrrver- andi stjórnarhermenn, sem þeir gátu teflt fram til bardaga, auk 400 þús- und herfanga sem gengu í þjónustu þeirra.“ (U. S. relations). í apríl, þegar alþýðuherinn sótti yfir Jangtsefljótið, birtust brezk her- skip á fljótinu eins og vofur liðins tíma. En þau hörfuðu fljótlega undan fallbyssuskothríð alþýðuhersins. New Yorlc Herald Tribune birti um atburð- inn ritstj órnargrein, sem kemur upp um hug ritstjóranna til Kínverja, og er um leið hæfilegur eftirmáli við hernaðaríhlutun Bandaríkjanna: „Ef mögulegt væri að beita er- lendri hernaðaríhlutun af fullum þrótti í Kína væri hægt að afgreiða kommúnistaribbaldana (!) með svip- uðum hætti og Boxarauppreisnin var bæld niður fyrir tæpum 50 árum og Tæping-byltingin gerð að engu árið 1865 ... En þetta er ekki hægt í dag ... Nokkrar vestrænar fallbyssur, og jafnvel þótt þær væru margar, koma ekki lengur að notum til að kúga og hafa hemil á milljónum Asíubúa.“ Síðar á árinu 1949 voru allar stærstu borgir Kína frelsaðar úr höndum Kuomintangs, og bandarísku húsbændurnir neyddust til að hörfa úr Kína og selflytja Sjang Kæ-sjek og rifrildin af herliði hans með banda- rískum skipum út í Formósu. í borgarastyrjöldinni höfðu herir alþýðunnar fellt, handtekið eða unnið á sitt band 8 milljónir Kuomintang- hermanna, tekið sem herfang um 54 þúsund fallbyssur, 319 þúsund vél- byssur og ógrynni riffla, og beitt þeim gegn fjandmönnunum. 1. október 1949 var Kínverska al- þýðulýðveldið formlega stofnað. Það var byggt á samvinnu bænda og verkamanna. Allar stéttir landsins fengu fulltrúa í þjóðþingið, einnig kínverskir iðjuhöldar. Undir fána þess sameinaðist öll þjóðin og öll þjóðabrot landsins á grundvelli full- komins jafnræðis um réttindi og skyldur. Þannig fór um þá þjóðaratkvæða- greiðslu, þrátt fyrir það þótt hin frá- farandi ríkisstjórn beitti stórkostleg- um vélabrögðum í líki bandarískra vopna og fjármuna til að hafa áhrif á úrslitin. Bandaríkjamönnum var (og er) fullkomlega ljóst hver vilji kínversku þjóðarinnar var, og þeir urðu að beygja sig fyrir úrslitunum. „Það var ekki á valdi Bandaríkjanna að ráða úrslitum borgarastyrjaldarinnar í Kína,“ sagði Dean Acheson, þáver- andi utanríkisráðherra, 1949 í for- málanum að margtilvitnaðri skýrslu Bandaríkjastjórnar. „Þau voru af- leiðing af togstreitu þarlendra afla 179
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.