Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1961, Page 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem við reyndum að hafa áhrif á en gátum ekki.“ En það sýnir vel hvert það „lýð- ræði“ er, sem Bandaríkjamenn berj- ast fyrir, að jafnvel þótt þeir neydd- ust til að beygja sig fyrir úrslitunum í Kina, héldu þeir því enn til streitu á opinberum vettvangi, að Sjang Kæ- sjek-stjórnin væri réttkjörin stjórn Kína og kröfðust þess að fulltrúi hennar héldi sæti sínu á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Og þetta eiga þeir við þegar þeir tala um sjálfsákvörð- unarrétt þjóða: Vegna þess að kín- verska þjóðin afneitaði Sjang Kæ- sjek-stjórninni og hrakti hana úr landi, þá er meginland Kína ekki leng- ur til sem ríki og þjóð, en kotríkið Formósa fær stórveldisnafnbót og eyjarskeggjar (sem eru ekki Kínverj- ar) eru kallaðir sannir og þjóðhollir Kínverjar, — sjálfsákvörðunarréttur þjóða merkir sem sé á bandarísku: ákvörðunarrétt Bandaríkjanna fyrir allar aðrar þjóðir, og það eitt. En víkjum að lokum til Formósu, sem nú er talin hluti hins „frjálsa heims“ af því Sjang Kæ-sjek-stjórnin situr þar í skjóli Bandaríkjanna. Wedemeyer hershöfðingi sendir utanríkisráðherra Bandaríkjanna skýrslu frá Kína 17. ágúst 1947 og segir: „Reynsla okkar á Formósu er mjög fróðleg. Stjórnaraðferðir Sjen Jis fyrrverandi landstjóra hafa gert eyj- arskeggja andvíga stjórninni. Kuo- mintang-stjórnin missti þarna gull- vægt tækifæri til að gefa Kínverjum og öllum heiminum í skyn með sann- færandi hætti, að hún væri fær um að stjórna með heiðarleik og röggsemi. Ilún getur ekki skellt skuldinni á kommúnista eða önnur henni andstæð öfl. Eyjarskeggjar fögnuðu af alhug þegar þeir losnuðu undan oki Japana. En Sjen Ji og klíka hans færðu þetta hamingjusama og gæflynda fólk í fjötra samvizkulausrar og fégráðugr- ar ofríkisstjórnar. Herinn hegðaði sér eins og sigurvegari andspænis slegn- um lýð. Leynilögreglan vann opin- skátt að því að skipuleggja og tryggja landstjórnarmeðlimunum aðstöðu til arðráns .. . Heyrzt hafði að Formósu- búar væru ekki mótfallnir því að njóta vemdar Bandaríkjanna og verndargæzlu Sameinuðu þjóðanna. Nú óttast þeir að landstjórnin ætli sér að mergsjúga þjóðina til styrktar hinni skjögrandi og gjörspilltu Nan- kingstjórn og ég held að ótti þeirra sé á rökum reistur (U. S. relations, síðu 309). Síðan segir í beinu framhaldi af skýrslunni (sama bók, sama síða): „í janúar 1949, þegar kommúnist- ar undirbjuggu sóknina yfir Jangtse- fljótið, var Wei landstjóra vikið frá störfum og Sjen Sjeng tók við og hélt áfram að treysta einræði hersins. Á síðustu mánuðum hefur íbúatala For- mósu aukizt um á að gizka 400 þús- und óbreytta borgara og rúmlega 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.